Flothetta

Flothetta er íslensk hönnun, gerð til að upplifa slökun og vellíðan í vatni. Hugmyndin er innblásin af vatnsauðlegð þjóðarinnar og reynsluheimi Íslendinga sem alist hafa upp í nánum tengslum við vatnið. Flothetta veitir líkamanum fullkominn flotstuðning í vatni og gerir manni kleift að upplifa nærandi slökun í þyngdarleysi vatnssins. Þegar flotið er og þyngdaraflinu sleppir frelsast þeir hlutar líkamans sem bera uppi þunga okkar dagsdaglega. Þannig fá miðtaugakerfið, vöðvar og hryggjarsúlan hvíld þegar flotið er um í heitri laug, án áreynslu. Streituvaldandi efni, líkt og adrenalín og kortisól, víkja fyrir taugaboðefnum eins og endorfíni sem bæði er verkjastillandi og veitir vellíðunartilfinningu. Þannig skapar Flothetta fullkomið ástand fyrir slökun og endurnæringu í mýkt vatnsins.

Flothettan og fylgihlutir fást í Netverslun Lyfju

Flot augnhvíla #ein stærð

Vrn: 10167370
20% afsláttur
2.958 kr 3.698 kr

Flot vatnateppi #ein stærð

Vrn: 10167372
20% afsláttur
1.598 kr 1.998 kr