Gandur

Gandur er nafn á vörulínu sem framleidd er úr minkaolíu og íslenskum jurtum. Minkaolía hefur óvenjuhátt hlutfall af ómettuðum fitusýrum sem gefa henni einstaka eiginleika í snyrtivörum. Hún er græðandi og mýkjandi náttúruleg afurð fyrir húð bæði manna og dýra. Minkaolían sogast hratt inn í húðina og getur þannig hjálpað til við að loka sárum og sprungum sem í kjölfarið gróa hraðar. Í íslenskri flóru eru margar tegundir af þekktum lækningajurtum sem hafa verið nýttar við ýmsum kvillum hjá mönnum og dýrum í gegnum aldir. Við leggjum metnað okkar í að nota handtíndar íslenskar jurtir úr hreinni náttúru í vörurnar okkar.

Gandur Hælabót 100 ml.

Vrn: 10135361
4.998 kr

Gandur Sárabót minkaolía 50 ml.

Vrn: 10129511
3.998 kr