Linicin 10 mínútna lúsasjampó 100 ml.

  • Lúsameðferð sem tekur aðeins 10 mínútur.
  • Inniheldur greipaldinsseyði sem kæfir höfuðlúsina.
  • Hlutlaus lykt og litarlaus vökvi.
  • Engin hætta á viðnámi.
  • Auðvelt að skola úr hári.
  • Fyrir fullorðna og börn eldri en 2ja ára.
Vörunúmer: 10167400
+
2.989 kr
Vörulýsing

Linicin-lúsasjampóið er lækningartæki sem kæfir lús og nit á nokkrum mínútum í stað þess að eitra fyrir henni á nokkrum klukkustundum. Þetta þýðir að hægt er að meðhöndla hár barna á meðan þau eru böðuð, og þau taka varla eftir því á meðan. Það eina sem þarf er að bera lúsasjampóið vandlega í hárið og láta það virka í tíu mínútur. Eftir það þarf einfaldlega að skola hárið með volgu vatni og greiða varlega í gegnum hárið með lúsakambi.

Til að ná sem bestum árangri í meðferðinni er  mikilvægt að hárið sé handklæðaþurrt þegar lúsasjampóið er borið í, annars er hætta á að sjampóið verði of þunnt. Einnig er  mikilvægt að nota nægilegt magn af sjampói. Gott er að miða  við 25 ml. fyrir stutt hár og 50 ml. fyrir axlarsítt hár.

Endurtaktu lúsameðferðina eftir 9−10 daga, til að tryggja að engin nit hafi lifað af og náð að klekjast út. Linicin-sjampó kemur í veg fyrir myndun nita, en það er alltaf betra að vera öruggur!

SPURNINGAR OG SVÖR

  1. Hverjir geta notað Linicin-lúsasjampóið?
    Fullorðnir og börn frá 2ja ára aldri.
     
  2. Veldur Linicin-sjampó viðnámi gegn lúsinni?
    Nei, það drepur lúsina með köfnun frekar en eitrun,  sem þýðir að höfuðlús getur ekki þróað ónæmi gegn því.
     
  3. Hversu mikið sjampó á ég að nota?
    Það fer eftir lengd hársins, 25 ml. dugar fyrir stutt hár í eina  meðferð á meðan fólk með axlarsítthár gæti þurft að nota  50 ml. til að hylja allt hárið með sjampóinu. Ein flaska af  Linicin-sjampói er nóg fyrir tvær meðferðir í axlarsítt hár og allt að fjórar meðferðir fyrir stutt hár.
     
  4. Má ég nota lúsasjampóið á meðgöngu?
    Það er alltaf mælt með að hafa samband við lækni  hvort nota megi sjampóið á meðgöngu eða ef verið  er með barn á brjóst

 


Notkun

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

  1. Skolaðu hárið, og bleyttu það alveg í gegn.   Handklæðaþurrkaðu hárið og dreifðu Linicin- sjampóinu  vel í hárið, að það hylji allt hárið. Áætlaðu hálfa flösku fyrir   axlarsítt hár (ca 50 ml.) og 25 ml. fyrir stutt hár.
  2. Nuddaðu sjampóinu vandlega ofan í hársvörðinn og alla leið  út í hárendana. Látið sjampóið virka í hárinu 10 mínútur.
  3. Skolaðu sjampóið úr með volgu vatni og forðastu snertingu við augu. Greiddu varlega í gegnum hárið með fíngerðum lúsakambi eða fíngerðri greiðu til að fjarlægja dauðar lýs  og nit úr hári.
  4. Endurtaktu allt ferlið með Linicin-sjampói eftir 9-10 daga.

Tengdar vörur