Bimuno© Daily 30 duftpokar

Bimuno er forgerla fæðubótarefni sem er hannað með það að leiðarljósi að styðja við góða þarma heilsu. Það inniheldur galaktósa fjölsykrur (e. galactooligosaccharides, GOS) sem eru unnir úr laktósa sem fyrir kemur náttúrulega í kúamjólk. Sem forgerla fæðubótarefni virkar það sem fæða og nærir “góðu gerlana” í meltingarveginum þínum og stuðlar að fjölbreytileika og jafnvægi þarmaflórunnar. Grænkeravænt, án glútens og gervi litarefna. Bragðlaust.

Vörunúmer: 10168382
+
4.368 kr
Vörulýsing

Það er auðvelt að nota Bimuno – bætir bara bragðlausa trefjaduftinu út í vatn, kaffi, te, safa eða út á mat.

Bimuno forgerlar voru þróaðir út frá umfangsmiklu rannsóknarverkefni sem hófst árið 2007 í Reading háskólanum í Bretlandi.

Síðan þá hefur Bimuno® orðið ein mest rannsakaða forgerla vara heims og styðja yfir 90 ritrýndar vísindagreinar og 20 klínískar rannsóknir góð áhrif vörunnar. Bimuno® var þróað með það að markmiði að fæða, næra og örva góðu bakteríurnar í neðri hluta meltingarvegarins, þá sérstaklega bifídóbakteríur. 

Flestir kannast við orðið góðgerlar (e. probiotics) en bífídóbakteríur eru góðgerlar og eru stór hluti þarmaflórunnar. Þeir stuðla að framleiðslu og upptöku vítamína og næringarefna í neðri hluta meltingarvegarins.

Góðu bakteríurnar eins og bífídóbakteríur hjálpa ekki aðeins til með meltingu heldur geta þær einnig haft áhrif á mörg mikilvæg svið líkams- og heilastarfsemi. Sem dæmi, vissir þú að “góðu” bakteríurnar í meltingarveginum stuðla að öflugu ónæmiskerfi? En um 70 % af ónæmiskerfinu er einmitt staðsett í meltingarveginum.

Mikilvægi heilbrigðs meltingarvegs og hlutverk þarmaflórunnar
Í þörmunum eru milljarðar góðra og slæmra baktería sem fyrirfinnast á hverjum tíma í mismunandi samsetningu. Reyndar er þarmaflóra hvers einstaklings á vissan hátt einstök líkt og fingrafar. Heilbrigði þarmanna hefur hlutverki að gegna þegar kemur að heildar heilsu og vellíðan einstaklinga. Rannsóknir hafa sýnt að mikið magn góðgerla hefur jákvæð áhrif á gæði meltingar. Þá hefur verið sýnt fram á samband milli góðgerla og virkni ónæmiskerfisins, andlegrar heilsu, orkustigs og meira að segja svefngæða! Í ljósi alls þessa er eðlilegt að spyrja hvað þú getur gert til að auka og næra þína eigin góðgerla?

Við hverju má búast þegar þú tekur inn Bimuno®?

Dagur 1-3: Þegar þú tekur inn Bimuno í fyrsta skipti tekur það um 3 daga fyrir bífídóbakteríurnar (góðu bakteríurnar í þörmunum) að nýta trefjarnar og með því örvast vöxtur þeirra .

Dagur 4-7: Þú gætir fundið fyrir garnagauli og hreyfingum í meltingarveginum. Þetta er góðs viti þar sem það stafar af því að Bimuno er byrjað að hafa áhrif á og færa til betri vegar þarmaflóruna þína.

Dagur 8-14: Þarmaflóran þín hefur nú tekið góðum breytingum og Bimuno sér til þess að fæða, örva vöxt og viðhalda góðu bakteríunum.

Eftir 14 daga: Ekki hætta inntöku á Bimuno eftir 14 daga. Gerðu Bimuno hluta af þinni daglegu fæðu- og bætiefna inntöku og haltu áfram að fæða, næra og þar með viðhalda góðri þarmaflóru sem hefur góð áhrif á þína heildar heilsu.

Notkunarleiðbeiningar: 1 skammtapoki á dag fyrir alla yfir 4 ára. Ef þú ert með viðkvæman maga má taka hálfan poka í 7-10 daga og ef þolist vel auka í heilan skammtapoka daglega. Hver pakkning inniheldur mánaðarskammt (30 stk). Bimuno má leysa upp í hvers kyns vökva (heitan eða kaldan) eða strá yfir mat, grauta, í þeytinga o.fl. 

 

Ábyrgðaraðili: B1982 ehf.

Notkun

1 skammtapoki á dag fyrir alla yfir 4 ára. Ef þú ert með viðkvæman maga má taka hálfan poka í 7-10 daga og ef þolist vel auka í heilan skammtapoka daglega. Bimuno má leysa upp í hvers kyns vökva (heitan eða kaldan) eða strá yfir mat, grauta, í þeytinga o.fl.

Tengdar vörur