D- vítamínskortur er afar algengur í vestrænum löndum en hann getur haft mjög alvarlegar afleiðingar til lengri tíma og skiptir þetta vítamín t.a.m. sköpum fyrir heilbrigt ónæmiskerfi og sterkar tennur og bein. Rannsóknir gefa þó til kynna að það gegni mun víðtækara hlutverki en talið var og það sé í raun grundvallarefni til að viðhalda heilsu og fyrirbyggja ýmsa kvilla. Vitað er um a.m.k. 100 mismunandi kvilla sem tengjast D- vítamínskorti.
Munnúðarnir frá Better You eru sérstaklega hannaðir þannig að þeir frásogist beint inn í blóðrásina og fari fram hjá meltingarveginum og tryggja þannig hámarks upptöku. Litlir dropar frásogast fljótt í munninum, en þetta er einföld og vísindalega sönnuð aðferð.
D1000 Vegan er afar handhægt og bragðgott
- Hver úði gefur 25 míkrógrömm af D- vítamíni
- Í hverju glasi eru 100 úðar eða um þriggja mánaða skammtur
- Náttúrulegt piparmyntubragð
- Hentar grænmetisætum
- Hentar VEGAN
- Hentar 8 ára og eldri
Þeim sem hættast er við D- vítamínskorti eru:
- Ófrískar konur og konur með barn á brjósti
- Einstaklingar komnir yfir fimmtugt
- Fólk sem heilsu sinnar vegna verður að vera innandyra eða þeir sem hylja húð sína þegar þeir fara út
- Grænmetisætur og vegan