CleanEars spray leysir upp eyrnamerg

Clean Ears leysir upp eyrnamerg. Clean Ears er nýjung í losun eyrnamergs. Þróað hefur verið nýtt efni sem leysir upp og fjarlægir eyrnamerg og fituefni sem myndast í hlustunargöngum.  Efnið er hannað og þróað af  sérfræðingum Naveh Pharma’s.

Vörunúmer: 10082003
+
2.807 kr
Vörulýsing

Clean Ears hefur tvennskonar virkni, annars vegar þvær það hlustunargöngin og hinsvegar leysir það upp eyrnamerg.  Efnið er hraðvirkt, öruggt og auðvelt í notkun.  Með því að nota Clean Ears reglulega má fjarlægja eyrnamerginn úr hlustunargöngunum á fáeinum tímum eða dögum (fer eftir magni).  Þegar eyrnamergurinn hefur verið leystur upp lekur hann fram í hlustina þannig að hægt er að hreinsa hann í burtu með eyrnapinna án þess að setja pinnann langt inn í eyrað.

Myndun eyrnamergs er eðlileg. Samt sem áður getur mikil myndun á eyrnamerg valdið heyrnarmissi, verkjum og hósta.  Heyrnaleysi verður þegar hlustinn hefur lokast alveg en þá kemst hljóðbylgjan ekki lengur leiðar sinnar að hljóðhimnunni, það sama gerist þegar notaðir eru eyrnatappar en þeir útiloka öll hljóð.  Jafnvel lítil uppsöfnun á eyrnarmerg getur valdið því að fólk fer að missa heyrn.  Sumir einstaklingar mynda mjög harðan eyrnamerg, sem veldur oft sársauka þar sem eyrnamergurinn þrýstir á viðkvæma hlustina.  Þar sem hlustinn deilir taugum með kokinu, getur stífluð hlust valdið kláða og ertingu í koki sem orsakar aftur hósta eða ræskingar.

Þegar sérfræðingur hreynsar eyrnamerg hjá sjúklingum, þvær hann og skolar eyrnameginn í burtu.  Slíkar heimsóknir taka tíma, og oft er ekki leitað læknis fyrr en uppsöfnun á eyrnamerg er orðin töluverð.  Þegar slíkt gerist þarf oft töluvert meiri aðgerð til þess að leysa upp eyrnamegrinn og þess vegna geta jafnvel komið fram aukaverkanir.  Í rannsókn á 105 sjúklingum (38%) kom fram að lítil sár mynduðust víðsvegar í hlustinni, eða jafnvel stærri sár sem voru reglulega rifinn upp.   Það er hefð fyrir því að losa eyrnamerg með uppleysiefni en slíkt getur valdið ertingu og jafnvel sýkingum í hlustinni. Náttúruleg efni eru víða notuð til að leysa upp eyrnamerg. Virka efnið í CleanEar er paraffin og olífuolíu afleiður sem leysa upp eyrnamerg, Þessi efni hafa verið notuð í mörg ár og eru þekkt fyrir að vera örugg og áhrifarík.

Notkun: Úðið einu sinni í hvort eyra 3-5 sinnum á dag þar til eyrnamergurinn hefur verið leystur upp.  Notist síðan eftir þörfum, til að viðhalda góðu ástandi.

Kostir CleanEars

  • Tvöföld virkni, þvær og leysir upp
  • Auðvelt í notkun
  • Öruggt og áhrifaríkt fyrir alla aldurshópa
  • Prófað með rannsóknum*
  • Vottað og CE merkt.

Frábendingar:

CleanEars skal ekki nota á fólk með áverka á eyra eða hlust.

Geymist þar sem börn ná ekki til. Varist að efnið berist í augu.

Notist aðeins útvortis.


Innihald

Mineral Oil, Olivaxol™, spearmint oil.

Tengdar vörur