Notið 1-2 svar á dag á sama hátt og venjulegt tannkrem. Um það bil 2 cm af hlaupi er sett á tannbursta og burstið í a.m.k. 1 mín. Notið hlaupið beint á sárin/bólgur af völdum gervitanna.
Við tannholdsbólgu er mælt með meðhöndlun í u.þ.b. einn mánuð. Corsodyl er notað eftir tannburstun með tannkremi en ekki fyrir. Skola skal munninn vandlega eftir tannburstun, annars geta leifar af tannkreminu, t.d. natríumlaurýlsúlfat verkað gegn áhrifum klórhexidínsins. Lausnin getur valdið mislitun tanna en hægt er að koma í veg fyrir þetta með því að nota Corsodyl t.d. á kvöldin og venjulegt tannkrem á morgnana.