Curaprox tannbursti CS 3960 | margir litir

Fyrir þá sem vilja beita nokkrum þrýstingi, en ekki særa tannhold eða tannholdsbrúnir, er CURAPROX CS 3960  (Super soft) tilvalinn, hann er ögn stífari með hárþvermál 0,12 mm

Vörunúmer: 10098509
+
769 kr
Vörulýsing

Tannburstar - ekki of mjúkir - ekki of harðir! 
Tannburstar ættu að falla að þörfum hvers og eins. Tennur og tannhold eru persónueinkenni okkar allra. Til að mæta ólíkum þörfum, hefur CURADEN® hannað hina aðlögunarhæfu CURAPROX® tannbursta.

Hin sérstöku burstahár (CUREN®) hafa mikla festu en jafnframt sveigjuþol. Þetta gerir notkun mun fínni hára mögulega sem aftur tryggir mjúka og djúpvirka hreinsun. Burstinn hefur einkennandi lítinn haus, til að komast vel aftur fyrir öftustu jaxlana.

Eftir tannburstun, skynjar maður að tennurnar eru hreinar þegar tungunni er rennt yfir þær.  Fleiri hár bursta betur.

Tannburstar eru í mörgum tilfellum of harðir eða of mjúkir. Margir beita einnig of miklum krafti við tannburstun í þeirri trú að meiri kraftur þýði betri hreinsun. Þrátt fyrir daglega tannburstun getur þetta haft í för með sér að tannsýklan situr eftir í og við tannholdsbrúnir og veldur þannig tannholdsbólgum. Að auki er tannholdinu þrýst eða ýtt upp þannig að tannhálsarnir geta skaðast.Tengdar vörur