Kremið er vinsælt undir farða fyrir þá sem kjósa glans og ljómandi áferð á húðina.
Rósakremið hentar vel bæði fyrir venjulega húð, þurra húð og viðkvæma eða erta húð. Kremið róar húðina og minnkar roða og önnur óþægindi ef þau eru til staðar. Getur reynst vel við rósroða.
Í rósakreminu er dýrmætt rósavatn og önnur virk efni frá rósinni sem róa húðina og koma á hana jafnvægi. Húðin fær svo einstaka næringu úr náttúrulegum efnum eins og avakadó, sesam- og möndluolíu og býflugnavaxi. Kremið má nota á börn sem fullorðna og getur reynst vel sem kuldakrem.