Evonia - aukinn hárvöxtur 56 hylki

Hylki með akurdoðru, hör, grikkjasmára, metíóníni, sinki og vítamínum
• Stuðlar að auknum hárvexti
• Færir hárrótinni vaxtarstyrk
• Næringarefni fyrir hár og hársvörð
• Inniheldur 15 sérvalin virk efni til að efla hársrætur og hár 

Vörunúmer: 10121967
+
6.315 kr
Vörulýsing


Lífeðlisfræðileg áhrif
• Evonia bætiefnið fyrir hárvöxt var þróað í samstarfi við sérfræðinga frá 
Hárakademíu Finnlands. Það inniheldur nauðsynleg íðefni svo hárið vaxi 
sterkt og hraust og eigi sér langan lífaldur.
• Evonia-hylkin stuðla að góðu blóðflæði sem færir hársrótunum næringu, eflir 
vöxt og formgerð hársins og kemur í veg fyrir hárlos og að hárið gráni.
• Besta uppspretta ómega-3 (alfalínólsýru) í jurtaríkinu er hör (Linum 
usitatissimum) og akurdoðra (Camelina sativa). Evonia inniheldur svo auk 
þessara tveggja gerða af jurtaolíu grikkjasmárafræjaolíu (Trigonella foenum 
graecum L.). Þannig fæst hárrétt hlutfall á milli ómega-3 og ómega 6 (2:1).
• Þíamín er mikilvægt hjálparensím við til dæmis kolvetnaefnaskipti. Kolvetnin 
binda prótín í hárinu.
• Ríbóflavín er eitt helsta íðefnið í tveimur flavín hjálparensímum en virkni 
þeirra er mikilvæg fyrir súrefnisnotkun og orku líkamans en einnig fyrir 
prótín- og fitusýrumyndunina.
• Nikotínamíð styrkir við blóðflæði í hársverði.
• Pantóþensýra er mjög mikilvægur þáttur í því að koma í veg fyrir hárlos og að 
hárið gráni.
• B6 vítamín hindrar hárlos og á þátt í framleiðslunni á melaníni sem ræður 
háralitnum.
• B6 vítamín hindrar það einnig ásamt paraamínóbensósýrunni (PABA) að hárið 
gráni.
• Bíótín tekur t.d. þátt í myndun kreatíns og hindrar að hárið gráni. Skortur á 
bíótíni getur leitt til hárloss.
• B12 vítamín hindrar hárlos og viðheldur hárvexti og formgerð tauga.
• D vítamín er mikilvægt næringarefni fyrir fitukirtilinn sem færir hársrótinni 
næringu. Ef virkni fitukirtlanna minnkar dregur úr hárvexti, hárið verður 
stökkara og það losnar að lokum.
• E vítamín eflir blóðflæði í hársverðinum en það er nauðsynlegt fyrir 
hárvöxtinn og færir hárinu fullnægjandi næringu.
• Sink gegnir mikilvægu hlutverki við myndun hársekkjanna. Sink kemur auk 
þess í veg fyrir hárlos.
• Metíónín hefur ýmis verkefni, t.d. það að örva kreatínmyndun.
Annikki Hagros-Koski rannsakar hár og mælir með eftirfarandi:
„Evonia inniheldur réttu næringarefnin í réttum hlutföllum fyrir hársræturnar og 
vöxt hársins. Evonia-hylkin stuðla að öflugu blóðflæði sem færir hársrótunum 
næringu, eflir vöxt hársins og formgerð og kemur í veg fyrir hárlos og virkjar 
framleiðslu hárfruma. ”
Það þarf fjölbreytt næringarefni til að framleiða gæðahárfrumur og mynda 
sterkbyggt hár. Evonia fæðubótarefnið hefur verið þróað með þetta í huga í samstarfi 
sérfræðinga finnsku hárakademíunnar.
Evonia inniheldur akurdoðru, hörfræ og smárafræjaolíu í réttum hlutföllum til að ná 
besta fáanlega hlutfalli ómega-3 og ómega-6 í hlutföllunum 2: 1. Evonia inniheldur 
einnig D og E vítamín, sink og metíónín. Öll eru þessi snefilefni nauðsynleg til að 
færa hársrótunum næringu og að mynda sterkbyggt og endingargott hár.
Evonia inniheldur vandlega valin næringarefni fyrir vöxt og viðgang hársins. 

Notkun

Dagleg skammtastærð
1 hylki inniheldur:

 • Akurdoðrufræjaolíu 300 mg
 • Hörfræjaolíu 150 mg
 • Grikkjasmárafræjaolíu 100 mg
 • L-metónín 100 mg
 • Sink 7,5 mg
 • Paraamínóbensósýru 20 mg
 • Nikotínamíð 18 mg
 • E-vítamín 10 mg
 • Pantótenatsýra (B5) 4 mg
 • B6 vítamín 2,2 mg
 • B12 vítamín 3 µg
 • B1 vítamín 1,4 mg
 • B2 vítamín 1,6 mg
 • D3 vítamín 10 µg
 • Bíótín 60 µg

Skammtastærð
2 hylki á dag. Ekki er mælt með efninu fyrir ófrískar konur.
Án laktósa, gers, sætuefna og glútens.

Innihald

Innihaldsefni
Akurdoðrufræjaolía, hlaupefni (hylkisskelin, nautgripagel), sojaolía, hörfræjaolía, rakagefandi glýseról*, grikkjasmárafræjaolía, L-metónín, sinkglúkonat, paraamínóbensósýra, níkotínamíð, D-lfatókóferýl, sojalesitín, járnfúmerat, kalsínpantótenat, járnoxíðlitur*, pýridoxínhýdróklóríð, B12 vítamín, þíamínvetnisklóríð, ríbóflavín, kólekalsíferól, C-bíótín
* hylkisskelin

Tengdar vörur