Nanogen Hair Thickening Fibres #Medium Brown 15 gr.

Mánaðarskammtur af fínum keratín hártrefjum sem bindast þínu eigin hári og gera það samstundis þykkara á náttúrulegan hátt. Virka mjög vel á svæði þar sem hár er farið að þynnast og skallabletti. Trefjarnar festast við hárið og haldast allan daginn í gegnum regn, vind og raka.

Vörunúmer: 10125603
+
6.329 kr
Vörulýsing

Trefjarnar fást í 7 mismunandi litbrigðum sem má að auki blanda saman til þess að ná fram sama litatón og þitt hár hefur. Henta vel fyrir viðkvæman hársvörð.

Viltu líta út fyrir að hafa 20,000 fleiri hár á höfðinu? Hárþynning og skallablettir geta haft veruleg áhrif á sjálfstraustið, Nanogen hefur því þróað hyljandi hárþykkingartrefjar úr keratín sem veita þér samstundis þykkara hár sem lítur að auki náttúrulega út.

Nanogen er samsett úr örsmáum trefjum, sem á ensku kallast nanofibers. Efnið er í duftformi og er í hand­hægum staukum. Því er sáldrað yfir hárþynningar­svæðið og við það dreifast þúsundir hárpróteina í hárið en ekki í hársvörðinn. Próteinin eru samlit hárinu og hafa þau áhrif að hárið verður meira um sig, fær þykkt og náttúrulegt útlit og hylur þannig þynningarsvæðið.

Nanótrefjarnar nást auðveldlega úr hárinu við venju­legan hárþvott. Þær fást í sjö mismunandi litum. Þeim má einnig blanda saman til að fá eðlileg og ákjósanleg litbrigði sem henta hverjum og einum.

Nanogen er heildstæð hárþykkingarmeðferð sem samanstend­ur af sjampói, hárnæringu, serumi og hártrefjum.

Hárvörulínurnar innihalda svokallaða vaxtarþætti sem örva hárvöxt og auka þykkt hársins.

Þegar hárþynning og skallamyndun á sér stað liggja hár­sekkirnir í dvala. Nanogen serumið inniheldur vaxtarörvandi efni sem er borið í hársvörðinn og hjálpar óvirkum hársekkjum að endurnýja sig og viðhalda heilbrigðum hárvexti.

Á meðan á meðferðinni stendur er svo hægt að nota hártrefjar sem fást í mörgum litum. Þær hylja vandamálasvæðið og segja notend­ur að varan veiti þeim aukið sjálfstraust og vellíðan.

Línan er sérhönnuð fyrir karla jafnt sem konur. Þótt karlar glími oftar við hárþynningu kannast margar konur við hárlos eftir barnsburð og veikindi svo dæmi séu nefnd.

Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á þessum vörum. Ein þeirra leiddi í ljós að 88 prósent 200 kvenna sem notuðu vörurnar í mánuð upplifðu sýnilegan árangur. Þá hafa óháðar rannsóknir sýnt fram á mun betri árangur með Nanogen en sambærilegum vörum.

Tengdar vörur