Lúsameðöl frá Hedrin eru án allra ilmefna, rotvarnarefna og ofnæmisvaldandi efna. Því er öruggt að nota það bæði handa börnum og fullorðnum.
Sækir lúsin frekar í óhreint hár?
Lús gerir engan greinarmun á hreinu eða óhreinu hári. Lús lifir á blóði en ekki óhreinindum.
Er betra að vera með stutt hár?
Nei – lús getur lifað í hári sem er 3 mm að lengd.
Getur lús hoppað, synt eða flogið?
Nei, lúsin getur aðeins skriðið í hárinu. Stundum virðist lúsin hoppa, en það stafar af rafmagni sem myndast í hárinu þegar það er kembt þurrt.
Getur lúsin smitast með fötum?
Nei. Lús smitast eingöngu með beinni snertingu hárs. Lúsin lifir mjög stutt utan hársvarðar og ef hún dettur er hún orðin mjög veikburða. Lúsin smitast því ekki með fatnaði, húfum eða sængurfötum.
Hverjir fá oftast lús?
Allir geta fengið lús en algengast er að börn frá 3 til 10 ára smitist. Stelpur eru í meirihluta.
Er þörf á að meðhöndla alla á heimilinu komi upp lúsasmit?
Nei. Finnist lifandi lús í hári skal kemba hár allra á heimilinu og meðhöndla þá sem eru smitaðir með Hedrin®
Drepast nitin við meðferð?
Hedrin® Once drepur bæði lifandi lús og nit í einni meðferð. Ef meðhöndlað er með Hedrin® Original eða Hedrin® Treat & Go skal endurtaka meðferðina eftir 7 daga til að tryggja að unglús sem mögulega hefur klakist úr eggjum frá fyrri meðferð drepist einnig.