Kostir heilsuúrsins:
INNBYGGÐUR PÚLSMÆLIR
Innbyggður púlsmælir fylgist með púlsinum og lætur þig vita ef hann er of hár eða lágur í hvíld. Einnig hjálpar hann þér að sjá hversu vel þú tókst á því á æfingu.
ORKUMÆLING
Fylgstu með orkustöðu líkamans til að sjá hvort þú sért með næga líkamsorku til að fara á æfingu eða hvort þú ættir að taka hvíld.
SÚREFNISMETTUN
Fyrir hæðaraðlögun og svefnskráningu. Súrefnismettunarmælirinn (Pulse Ox) notar lítinn ljósgeisla til að mæla hversu vel líkaminn er að taka upp súrefni.
SVEFNSKRÁNING
Úrið gefur þér einkunn fyrir gæði svefnsins þíns og veitir þér innsýn í hvernig þú getur bætt hann. Úrið fylgist með létt-, djúp- og REM svefni ásamt því að skrá niður púls, súrefnismettun og öndun.
STRESS SKRÁNING
Getur sagt þér hvort að þú sért að eiga rólegan, jafnan eða stressaðan dag. Áminning um slökun minnir þig á að gera stuttar og slakandi öndunaræfingar.
DRAGÐU ANDANN
Þetta úr bíður uppá nokkrar öndunaræfingar. Þegar þú vilt slaka á, geturðu byrjað öndunaræfingu, og úrið skráir niður stress og öndun til að hjálpa þér að ná betri áttum á hvernig þú ert að anda.
DRYKKJARSKRÁNING
Hjálpar þér að halda utan um hversu mikið vatn þú ert að drekka og fylgjast með muninum á milli daga.
FYLGIST MEÐ ÖNDUN
Fylgist með öndun yfir daginn, á meðan þú sefur og á æfingum eins og yoga.
SKRÁIR TÍÐAHRINGINN
Hjálpar þér að fylgjast með hvar þú ert í hringnum, skrá niður líkamleg og andleg einkenni og kennir þér hvernig þjálfun og næring hentar best fyrir hvern hluta tíðahringsins.
FITNESS AGE
Þessi eiginleiki notar aldurinn þinn, vikulegt æfingaálag og hvíldarpúls til að áætla hvort líkami þinn sé yngri eða eldri en þú sjálfur ert. Þú getur einnig fengið ábendingar um hvernig þú getur bætt þig.
VATNSHELDNI
Allt að 5 ATM (50 metrar) – má fara með í sund og sturtu.
- Large: 19.5 x 10.7 x 255 mm.
- Passar fyrir úlnlið með ummál frá 148-228 mm.