Pingutherm hitaplástrar 3 stk.

Pingutherm hitaplástrarnir eru alvöru hitaplástrar sem halda hita í allt að 12 kls. Vinna vel á vöðvabólgu í herðum og upp í háls en má einnig nota við bakverkjum og kviðverkjum. Hægt er að setja plástrana á hvaða svæði sem er á líkamanum.  Hitinn frá þeim eykur blóðflæðið ýtir undir slökun í vöðvanum.

Vörunúmer: 10152703
+
1.920 kr
Vörulýsing

Plástrarnir eru framleiddir þannig að límhliðin snýr að klæðnaðinum en ekki að húðinni. Það veldur því engum óþægindum eða ofnæmisviðbrögðum að nota þessa hitaplástra. Einfaldir í notkun.

Plástrarnir eru einnig tilvaldir til notkunar þegar dvalið er lengi í úti í kuldanum til dæmis á skíðum, í fjallaferðum, í vetrargöngutúrum eða við vinnu.

Plástrarnir koma í einni stærð og eru þrír í pakka. Engin eiturefni eða ertandi efni eru í plástrunum.

Tengdar vörur