Því hefur verið haldið fram að við fáum nóg úr fæðu og drykkjarvatni en margt bendir til þess að margir líði skort. Ástæðan fyrir því er líklega ónóg neysla þeirra matvæla sem innihalda mestan kísil, grænmetis og ávaxta, og að þessi sömu matvæli innihaldi ekki það magn kísils sem þau ættu að gera vegna þess að þau eru oft ræktuð í næringarsnauðum jarðvegi.
Stöðugt kemur betur í ljós hvað kísill gegnir mörgum störfum í líkamanum og er honum nauðsynlegt til að starfa rétt og því mikilvægt að huga að þessu mikilvæga steinefni.
Hvers vegna kísill?
- Fyrir hár, húð, neglur, bein og liði - ómissandi uppbyggingarefni þessara vefja
- Fyrir meltinguna - hefur hreinsandi áhrif, sérstaklega öflug gegn óvinveittum sveppagróðri og snýkjudýrum og hjálpar þannig að koma jafnvægi á þarmaflóruna
- Fyrir heilbrigða heilastarfssemi - rannsóknir hafa sýnt fram á að kísill getur komið í veg fyrir uppsöfnun áls í heilanum og þannig varið hann fyrir hrörnun
- Fyrir hjarta og æðakerfi - kísill er mikilvægt uppbyggingarefni æðaveggja og getur þannig verndað æðakerfið fyrir æðakölkun