Inniheldur Ricinus Communis. Kaldpressuð laxerolía.
Lágt tré eða runni sem kemur upprunalega frá Afríku en helstu ræktendur í dag eru Indland, Kína og Brasilía. Olían er kaldpressuð úr baunum af runnanum og var t.d. notuð í Egyptalandi til forna fyrst sem lampaolía og síðar í lækningaskyni og sem fegrunarolía. Kleópatra trúði því að olían myndi gera hvítuna í augunum enn hvítari og hjá Rómverjum var hún m.a. notuð til að vinna á brúnum blettum í húð. Í dag er olían mikið notuð m.a.í framleiðslu á ýmsum matvörutegundum, í snyrtivörur, sápur og sleipiefni.