Amphora Aromatics Laxerolía lífræn 100 ml.

Laxerolían getur losað stíflur bæði innvortis og útvortis og gott er að setja bakstur með olíunni á kviðinn við hægðatregðu, krömpum og verkjum  Eins má setja laxerolíu í blöndu til að nudda á stífa og auma liði og vöðva.  Laxerolía þykir góð til að næra húð og hár og má nudda á augnhár og augabrúnir fyrir aukinn vöxt og næringu. Einnig getur laxerolía hjálpað til við að lýsa dökka bletti í húð, s.s. lifrarbletti og aldurstengda bletti.  Mjög gott er að nota laxerolíu í andlits- og hármaska þar sem að hún heldur rakanum inni.

Vörunúmer: 10170257
+
1.959 kr
Vörulýsing

Inniheldur Ricinus Communis. Kaldpressuð laxerolía.

Lágt tré eða runni sem kemur upprunalega frá Afríku en helstu ræktendur í dag eru Indland, Kína og Brasilía.  Olían er kaldpressuð úr baunum af runnanum og var t.d. notuð í Egyptalandi til forna  fyrst sem lampaolía og síðar í  lækningaskyni og sem fegrunarolía. Kleópatra trúði því að olían myndi gera hvítuna í augunum enn hvítari og hjá Rómverjum var hún m.a. notuð til að vinna á brúnum blettum í húð.  Í dag er olían mikið notuð m.a.í framleiðslu á ýmsum matvörutegundum, í snyrtivörur, sápur og sleipiefni.  

Innihald
  • Varúð: Geymist þar sem börn ná ekki til. Geymist fjarri sólarljósi. 
  • Uppruni: Indland.
  • Inniheldur ekki hexane
  • Pakkað í Bretlandi í glerflösku með áskrúfuðum plasttappa. 

Tengdar vörur