Mezina Good Night 60 töflur

Good night getur hjálpað mörgum sem eiga við svefnleysi og svefnvandamál að stríða.

Vörunúmer: 10137973
+
4.574 kr
Vörulýsing

Good Night sem áður var þekkt sem Lunamino er einstök vara sem inniheldur amínósýruna L-tryptófan og blöndu af jurtum sem allar eru þekktar fyrir að vera streitulosandi og geta auðveldað fólki að sofna. L-tryptófan virkar róandi á miðtaugakerfið okkar og ef Good Night er tekið nokkru fyrir svefn, getur það auðveldað fólki að sofa betur. L-tryptófani er náttúrulegt efni og hluti af fullgildu próteini.

L-tryptófan er amínósýra sem finnst í ýmsum matvælum og er lífsnauðsynleg þar sem líkaminn okkar framleiðir hana ekki sjálfur. Þessi amínósýra er forveri (byggingarefni) seratóníns og melatóníns og eru bæði þessi efni nauðsynleg fyrir góðan og reglulegan svefn.

Virku jurtirnar í Good Night eru sítrónumelissa, lindarblóm og hafrar sem öll eru þekkt fyrir að geta stuðlað að betri svefni.

Good Night inniheldur einnig B-vítamín sem eru mikilvæg fyrir eðlilega starfsemi taugakerfisins og magnesíum sem er vöðvaslakandi og getur dregið úr fótapirringi sem margir þjást af á nóttunni.

Notkun

2 töflur með vatni klukkutíma fyrir svefn. Eins og með mörg náttúrulyf og jurtir er ráðlagt að taka Good Night í nokkrar vikur samfellt til að ná fullri virkni. Sumir finna fljótt mun en aðrir þurfa lengri tíma.

Tengdar vörur