Mádara Skin Stars 4 Mini bestsellers gjafakassi

Fögurra hluta húðvörusett sem inniheldur MÁDARA húðvörur í ferðastærðum. Vörurnar veita húðinni raka og vernda hana. Pakkinn inniheldur allt sem þú þarft til að fjarlægja dauðar húðfrumur, auka raka og ljóma húðarinnar og vernda andlitið gegn neikvæðum áhrifum gisla. Fullkomið til prufu Mádara húðvörurnar og frábært sett í ferðalagið eða helgarferðina.

Gjafakassinn inniheldur:

  • Creamy Clay 7% AHA Peel Mask (17 ml)
  • Time Miracle Hydra Firm Hyaluron Concentrate Jelly (15 ml)
  • Vitamin C Illuminating Recovery Cream (15 ml)
  • SPF30 Plant Stem Cell Age-Defying Face Sunscreen (10 ml

     

Vörunúmer: 10168977
+
4.698 kr
Vörulýsing

Mádara PEEL Creamy Clay AHA Peel Mask
Þessi tvívirki andlitsmaski með 7% mjólkursýru og ör-leir leysir upp dauðar húðfrumur, losar um svitaholur og pússar varlega yfirborð húðarinnar sem gerir hana samstundis bjartari, sléttari og jafnari. Hvítur leir bindur óhreinindi og hjálpar til við að koma í veg fyrir að of mikil fita og útbrot komi fram. Jojoba olía og vallhumallsþykkni skila sérlega róandi og bólgueyðandi ávinningi. Hentar ekki viðkvæmri eða mjög viðkvæmri húð. Húðfræðilega prófað.

Mádara Vitamin C Illuminating Cream
Andlitskrem með C-Vítamíni.  C-Vítamín hvetur til framleiðslu kollagens og elastíns sem eru byggingarprótein húðarinnar. Dregur úr litabreytingum og/eða dökkum blettum. Hyaloranic sýra gefur húðinni góðan raka svo húðin verður frísklegri. Notist á hreina húð. Daglega eða sem meðferð 2-3 á ári. Varast skal beina lýsingu af sólinni eftir notkun og nota því sólarvörn samhliða sé kremið borið á að morgni. Fyrir allar húðgerðir.

Mádara TIME MIRACLE Hydra Firm Hyaluron Concentrate Jelly
Rakabomba fyrir allar húðgerðir!  Afar létt rakagel (olíulaust). Inniheldur hyaluronic sýrur í misstórum sameindum svo þær ná að koma raka djúpt ofaní húðina og næra yfirborð húðarinnar líka. Fer hratt inní húðina, ekkert klístrað.  Með því að dæla nóg af raka í húðina fær hún meiri fyllingu, mýkri og sléttari áferð og kemst í betra jafnvægi.

Mádara Plant Stem Cell Antioxidal sólarvörn SPF30
UVA/UVB Sólarvörn með  byltingarkendri Plöntu-stofnfrumu formúlu sem veitir húðinni andoxunarefni sem ver hana gegn stöðugu áreiti af völdum mengunnar auk þess að verja húðina gegn öldrunareinkennum sem orsökuð eru af sólinni eins og þurki í húð, hrukkum og litablettum.

Notkun

Skref 1: setjið þunnt lag af maskanum á hreina og þurra húð. Hreinsið af eftir 3-10 mín (gott að nota 2-3 í viku)
Skref 2: veitið húðinni raka með seruminu og kreminu. Notist kvölds og morgna.
Skref 3: berið sólarvörn á húðina fyrir daginn.

 

Tengdar vörur