Marc Inbane Tander gjafakassi | Brúnkusprey + frír hanski

Marc Inbane brúnkuspreyið getur þú auðveldlega borið á þig sjálf/ur og náð fallegri og jafnri brúnku sem aðlagar sig að þínum húðlit. 

Auðveld, heilbrigð og örugg leið til að fá og viðhalda fallegri brúnku allt árið um kring. Þú getur auðveldlega borið á þig sjálf/ur og náð lýtalausri brúnku. Spreyið inniheldur náttúruleg innihaldsefni úr jurtaríkinu svo sem aloe vera og ginko. Spreyið þornar hratt og var hannað þannig að öruggt er að nota það reglulega og það skilar lýtalausri áferð.

Vörunúmer: 10171261
+
8.999 kr
Vörulýsing

Förðunarfræðingar, snyrtifræðingar og hárgreiðslufólk mæla með Marc Inbane brúnkuspreyinu. Tvíhliða djúphreinsihanski frá Marc Inbane með Active Charcoal sem er þekkt fyrir djúphreinsandi eiginleika sína. Hanskinn er tilvalinn til að undirbúa húðina áður en brúnka er borin á, en hún endist lengur ef húðin er djúphreinsuð fyrst..

Notkun
  • Falleg og jöfn brúnka fæst með því að spreyja beint í hanskann og nota hann til að bera á húðina. Spreyið dreifist vel og húðin verður náttúrulega fallega brún og ljómandi. Notið hanskann á blauta eða raka húð með léttum hringlaga hreyfingum með sturtusápu að eigin vali. Hanskinn virkar einnig vel til að ná restum af sjálfbrúnku af húðinni.
  • Hættið notkun ef húðin verður ert. Notið ekki á sára húð, húðrof eða í andlit. Til að djúphreinsa andlit mælum við með Black Exfoliator frá Marc Inbane.
  • Skolið hanskann eftir notkun og látið þorna. Active Charcoal, virka efnið í hanskanum, minnkar með tímanum sem dregur úr virkni hanskans.
Innihald

AQUA, ALCOHOL DENAT, DIHYDROXYACETONE, PROPYLENE GLYCOL, ETHOXYDIGLYCOL, POLYSORBATE 20, PARFUM, CARAMEL, ERYTHULOSE, ALOE BARBADENSIS LEAF JUICE, TOCOPHERYL ACETATE, GLYCINE SOJA SEED EXTRACT, SILYBUM MARIANUM (MILKTHISTLE) EXTRACT, GINKGO BILOBA LEAF EXTRACT, CITRICACID,2-BROMO-2- NITROPROPANE-1,3-DIOL, COUMARIN, CITRONELLOL, ALPHA-ISOMETHYL LONONE, BUTYLPHENYL METHYLPROPIANOL, EUGENOL, CL 16035, CL 19140, CL 42090

Í djúphreinsihanskanum: Active Charcoal 

Tengdar vörur