Handvirk risdæla MedIntim

Orsakir risvandamála geta verið bæði andlegar og líkamlegar. Margir karlmenn hafa ekki fengið skýringu á vandamáli sínu. Við ráðleggjum því að hafa samband við sérfræðing til að leita skýringa á risvandamálinu. 

Vörunúmer: 10160738
+
65.999 kr
Vörulýsing

Helstu ástæður risvandamála: – Aukaverkanir af lyfjum – Aukaverkun eftir skurðaðgerð t.d. á blöðruhálskirtli – Sykursýki sem hefur leitt til skaða á tauga- eða æðakerfi – Hjarta-, æða- eða nýrnasjúkdómar – Mænuskaði – Geðræn vandamál – Áfengis- og/eða lyfjamisnotkun Aðrar ástæður geta einnig legið að baki. 

Risdælan samanstendur af lofttæmingardælu, 4 gúmmíhringjum í mismunandi stærðum, sílikon og olíulausu sleipiefni ásamt tösku. 

Notkun

Notkun á dælunni: Limnum er stungið inn í hólkinn. Þegar dælan er notuð tæmist loftið úr hólknum og undirþrýstingur skapast. Blóðið streymir út í liminn og orsakar stinningu sem gerir liminn nógu stinnan fyrir samfarir. Stinningunni er haldið með því að rúlla gúmmíhring frá hólknum yfir á limrótina. Gúmmíhringurinn hindrar að blóðið streymi aftur til líkamans. Ekki er alltaf þörf á að nota gúmmíhring þar sem stinning getur haldist án hans í einstaka tilvikum. Mikilvægt er að fara eftir öllum leiðbeiningum og nota aðeins sleipiefni eins og K-Y JELLY sem er án sílikons og olíu.

Mikilvægt er að þrífa dælu og fylgihluti eftir hverja notkun. Hólkurinn, hulsan, keilan og gúmmíhringurinn eru þvegin upp úr vatni og mildri sápu eða uppþvottalegi. Látið þorna. Dæluhaus er þurrkaður með rökum klút. Ekki má nota spritt.  

Tengdar vörur