MyCAre þvagsýkingarpróf

Heimapróf til að greina þvagfærasýkingu er einfalt í notkun og hentar báðum kynjum jafnt, en  tíðni þvagfærasýkinga er þó hæst hjá konum og stelpum. Líkur á sýkingu aukast á meðgöngu, vegna sykursýki, nýrnasteina, kynlífs, lítillar vökvainntöku, hjá einstaklingum með þvaglegg, o.fl. Algeng einkenni þvagfærasýkinga eru verkur í neðri kvið og/eða baki, sviði við þvaglát, tíð þvagláta, lítið þvag í einu, sterk lykt af þvagi, gruggugt og/eða dökkt þvag, o.fl. 

Vörunúmer: 10160086
+
2.238 kr
Vörulýsing

Einkennin geta þó verið dulin og þá helst hjá börnum og eldri einstaklingum. Sé þvagfærasýking til staðar er hætta á að hún dreifi sér til nýrna og valdi þar frekari skaða auk annarra fylgikvilla. Sýni prófið jákvæða niðurstöðu er ráðlagt að hafa samband við lækni sem metur hvort þörf sé á frekari meðferð svo sem með sýklalyfjum.

Tengdar vörur