Mygga 50% DEET Spray 75 ml.

Mygga, lúsmý/flugna og skordýrafælan inniheldur fæliefnið DEET (N,N-díetýl-meta-tólúamíð) en það er talið hafa góð áhrif gegn Lúsmý/Flugnabiti. Landlæknisembættið og Heilsugæslan hafa nefnt að áhrifaríkustu fæliefnin gegn flugnabiti séu þau sem innihalda virka efnið DEET (N,N-díetýl-meta-tólúamíð). Helstu eiginleikar áburðarins er að hann virkar vel og lengi og hefur komið vel út í rannsóknum þar sem hann var borinn m.a. saman við aðra sambærilega áburði. Mygga er ofnæmisprófaður og lyktar vel, auk þess sem hann klístrar ekki.

Vörunúmer: 10163545
+
4.399 kr
Vörulýsing

Áhrifarík vörn gegn flugnabiti.
Mygga flugnafælan veitir vernd gegn mýflugna og moskítóbiti sem varir í að meðaltali um 9 klukkustundir. Verndunartíminn getur styðst vegna annarra suðræna tegunda af moskító að meðaltali 8 klukkustundum gegn malaríu og 4 klukkustundum gegn Aedes aegypt sem er móskítótegund. ATH! Þættir eins og hitastig, raki og svitamyndun geta haft áhrif á virkni vörunnar.


Mygga er aðeins leyfileg til notkunar á mannfólki, sem vörn gegn flugna og skordýrabiti. Áríðandi er að farið sé eftir leiðbeiningum og ábendingum framleiðanda. Úða skal jafnt og varlega yfir húðina sem þarfnast verndar (1ml á hvern handlegg).

Lúsmý hefur verið áberandi undanfarin ár og virðist sem það sé að ná fótfestu hér á landi. Fólk getur orðið fyrir talsverðum óþægindum vegna bita af völdum lúsmýs ásamt annarra flugnabita, ein leiða til að fyrirbyggja bit er að nota fæliefni sem borin eru á húð

Tengdar vörur