Mygga 9,5 % DEET sprey 75 ml.

MYGGA DEET  flugnafælan er nú fáanleg hér á landi. Helstu eiginleikar áburðarins er að hann virkar vel og lengi og hefur komið vel út í rannsóknum þar sem hann var borinn saman við aðra sambærilega áburði. Þá er hann ofnæmisprófaður og lyktar vel, auk þess sem hann klístrar ekki. MYGGA inniheldur fæliefnið DEET (N,N-díetýl-meta-tólúamíð) en það er talið hafa góð áhrif gegn Lúsmý/Flugnabiti. Mygga flugnafælan veitir vernd gegn mýflugna og moskítóbiti sem varir í að meðaltali um 6 klukkustundir. Verndunartíminn getur styst vegna annarra suðrænna tegunda af moskító. ATH! Þættir eins og hitastig, raki og svitamyndun geta haft áhrif á virkni vörunnar.

Vörunúmer: 10062564
+
3.849 kr
Vörulýsing

Landlæknisembættið og Heilsugæslan hafa nefnt að áhrifaríkustu fæliefnin gegn flugnabiti séu þau sem innihalda virka efnið DEET (N,N-díetýl-meta-tólúamíð).

  • Aðeins leyfilegt til notkunar á mannfólki, sem vörn gegn flugnabiti.
  • Áríðandi er að farið sé eftir leiðbeiningum og ábendingum framleiðanda. Mygga 9,5% DEET er ekki ætluð börnum yngri en 2 ára, fara skal varlega með notkun vörunnar hjá börnum frá aldrinum 2 ára til 12 ára. Notist eingöngu útvortis.
  • Úðið jafnt og vandlega yfir húðina sem þarfnast verndar. Til notkunar í andliti: Úðaðu fyrst á hendurnar og berið síðan í andlitið. Forðist að efnið berist í augu, munn, skurði eða fari á opna húð. Ef efnið berst í augu, skolið þá með nóg af vatni. Notist ekki oftar en tvisvar á dag.
Innihald

N,N-diethyl-m-toluamide (DEET (9,5%) 97,97 g/kg) CAS 134-62-3, isoeugenol, linalool, linalyl acetate, citronellal, ethylalkohol.

Tengdar vörur