Landlæknisembættið og Heilsugæslan hafa nefnt að áhrifaríkustu fæliefnin gegn flugnabiti séu þau sem innihalda virka efnið DEET (N,N-díetýl-meta-tólúamíð).
- Aðeins leyfilegt til notkunar á mannfólki, sem vörn gegn flugnabiti.
- Áríðandi er að farið sé eftir leiðbeiningum og ábendingum framleiðanda. Mygga 9,5% DEET er ekki ætluð börnum yngri en 2 ára, fara skal varlega með notkun vörunnar hjá börnum frá aldrinum 2 ára til 12 ára. Notist eingöngu útvortis.
- Úðið jafnt og vandlega yfir húðina sem þarfnast verndar. Til notkunar í andliti: Úðaðu fyrst á hendurnar og berið síðan í andlitið. Forðist að efnið berist í augu, munn, skurði eða fari á opna húð. Ef efnið berst í augu, skolið þá með nóg af vatni. Notist ekki oftar en tvisvar á dag.