Nanogen hárþykkingarsjampó fyrir karlmenn 240 ml.

Endurlífgandi meðferð sérstaklega hönnuð fyrir karlmenn með þunnt hár sem þykkir frá fyrsta hárþvotti. Sjampóið veitir þér hressilegan þvott sem þú finnur virka og inniheldur vaxtarörvandi formúlu og peptíð sem gefa hárinu aukna þykkt. Hentar vel fyrir viðkvæman hársvörð.

Vörunúmer: 10147110
+
3.599 kr
Vörulýsing

Margir karlmenn byrja að missa hárið á milli tvítugs og þrítugs sem getur verið þeim áhyggjuefni.

Flestir karlmenn eru sammála um það að þykkara hár veiti þeim meira sjálfstraust. Nanogen býður upp á heildstæða hárþykkingarmeðferð sem bæði örvar hárvöxt og þykkir hárið.

Nanogen vörurnar má nota með hárvaxtaraukandi meðferðum líkt og Minoxidil.

Nanogen er heildstæð hárþykkingarmeðferð sem samanstend­ur af sjampói, hárnæringu, serumi og hártrefjum.

Hárvörulínurnar innihalda svokallaða vaxtarþætti sem örva hárvöxt og auka þykkt hársins.

Þegar hárþynning og skallamyndun á sér stað liggja hár­sekkirnir í dvala. Nanogen serumið inniheldur vaxtarörvandi efni sem er borið í hársvörðinn og hjálpar óvirkum hársekkjum að endurnýja sig og viðhalda heilbrigðum hárvexti.

Á meðan á meðferðinni stendur er svo hægt að nota hártrefjar sem fást í mörgum litum. Þær hylja vandamálasvæðið og segja notend­ur að varan veiti þeim aukið sjálfstraust og vellíðan.

Línan er sérhönnuð fyrir karla jafnt sem konur. Þótt karlar glími oftar við hárþynningu kannast margar konur við hárlos eftir barnsburð og veikindi svo dæmi séu nefnd.

Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á þessum vörum. Ein þeirra leiddi í ljós að 88 prósent 200 kvenna sem notuðu vörurnar í mánuð upplifðu sýnilegan árangur. Þá hafa óháðar rannsóknir sýnt fram á mun betri árangur með Nanogen en sambærilegum vörum.

Hvað eru vaxtarþættir og hvernig virka þeir í Nanogen vörunum?

Eins og myndbandið útskýrir þá eru vaxtarþættir náttúruleg skilaboð sem líkami þinn framleiðir til þess að viðhalda hárvexti. Það eru til margvísleg jurtaþykkni og gerviefni sem herma eftir þessum vaxtarþáttum að hluta til, en ekkert af þeim gaf merki um aukinn hárvöxt við prófun.

Það sem Nanogen gerði var að nota tækni sem eingöngu var að finna í háþróuðum lyfjum sem endurnýjuðu vaxtarþættina. Nanogen vaxtarþættirnir eru einkaleyfisvarðir og eru nákvæmlega eins náttúrlegir hárvaxtarþættir líkamans. Þeir eru mikilvægir að því leyti að þeir eru sérstaklega áhrifaríkir, virka jafn vel á konur og karla, og hafa þar að auki engar hliðarverkanir né valda ofnæmisviðbrögðum.

Tengdar vörur