biocinalis+ Neuronal 20 hylki

Flestir fullorðnir einstaklingar hafa einhverntíman fengið verki í mjóbak og er talið að um 90% finni fyrir verkjum í mjóbaki a.m.k. einu sinni eða oftar á ævinni. Helmingur þessa fjölda finnur verki a.m.k. einu sinni á ári eða oftar. Algengasta orsök þessara verkja eru tognun, klemmdir taugaþræðir og skemmdir á beinum og liðum í bakinu. Mjóbaksverkir geta einnig orsakast vegna rangrar líkamsstöðu þegar verið er að lyfta þungum hlutum og algengt er að bólgur orsaki þessa bakverki.

Vörunúmer: 10152381
+
4.105 kr
Vörulýsing

Verkir sem orsakast af skemmdum í mænutaugum einkennandi hjá þeim sem fá t.d. þursabit, settaugabólgu, kviðslit, mjóbaksverki eða verki í háls, handleggi og axlir.


Neuronal® er fæðubótaefni sem notað er í sérstökum tilgangi og er tekið samhliða fjölbreyttu og vel samsettu mataræði. Það inniheldur núkleótíða sem hefur  uppbyggjandi áhrif á taugakerfið en við taugaskemmdir eykst þörfin fyrir þetta ákveðna næringarefni til að flýta fyrir endurnýjun. Neuronal® inniheldur einnig vítamín, steinefni og snefilefni.

Innihald í Neuronal
Varan inniheldur einstaka blöndu af núkleótíðum (kirni), fólínsýru, cyancobalamin (B-12), þíamíni (B1), níasíni (B3) og pýridoxín (B6).

Áhrif innihaldssamsetningu Neuronal
Taugaskaði getur orsakast vegna líkamlegra meiðsla eða vegna skorts á nauðsynlegum byggingarprótínum taugavefja. Sködduð taug hefur takmarkaða starfsemi og allt niður í að vera algjörlega bæld. Nýjasta uppgötvunin varðandi áhrif núkleótíða í samblandi við vítamín ( B1, B3, B6 og B-12) sýnir góðan árangur við endurnýjunarferli skemmdra tauga þar sem verkurinn á upptök sín í mænunni.   

Núkleótíðar (kirni)
Núkleótíðar eru næringarefni sem skaddaðar taugar þurfa á að halda í miklu magni. Með því að taka það inn í formi bætiefna geta taugarnar endurnýjað sig hraðar. Það örvar vöxt taugaþráða, kemur stöðugleika á frumuhimnur í taugunum og eykur framleiðslu asetýlkólíns (lífræn sameind sem virkar sem taugaboðefni).

Þíamín (B1)
Stuðlar að eðlilegri taugastarfsemi. Það er vatnsleysanlegt svo umfram magn skolast út með þvagi.

Níasín (B3)
Er eitt af mikilvægustu B-vítamínunum en það stuðlar að eðliegri starfsemi taugakerfisins.

Pýridoxín (B6)
Eins og með önnur B-vítamín þá er pýridoxín vatnsleysanlegt svo það þarf að taka það inn reglulega. Það stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins, ónæmiskerfisins og myndun amínósýrunnar systeín.

Fólínsýra
Fólínsýru þurfum við að fá með mat eða í bætiefnaformi. Það er nauðsynlegt fyrir skiptingu fruma í líkamanum og stuðlar að eðlilegri myndun amínósýra. 

Cyankóbalamín
Spilar hlutverk í skiptingu fruma og stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins.
Neuronal inniheldur ekki salt, gluten, ger, soya eða mjólkurafurðir og er án rotvarnarefna. Það hefur engar þekktar aukaverkanir

Tengdar vörur