Ráðlagður dagskammtur:
- 5 úðaskammtar innihalda: 500 µg af bíótíni (1000%*),
- 200 µg af seleni (363,6%*),
- 200 mg af C-vítamíni (250%*)
Rannsóknir hafa sýnt að munnúði er það form með bestu upptöku í mannslíkamanum.
Þegar munnúðinn er notaður í fyrsta skipti er gott að ýta nokkrum sinnum á úðahausinn til að fá vökvann upp í rörið. Hristið glasið fyrir notkun. Úðið undir tunguna eða innan á kinnina. Munið að setja hettuna á úðahausinn og geymið flöskuna þannig hún standi lóðrétt.
Ef munnúðinn er ekki notaður í langan tíma, þá getur hann stíflast. Ef það gerist þá þarf að hreinsa úðahausinn með heitu vatni.
Athugið: Fæðubótarefni kemur aldrei í staðinn fyrir fjölbreytt og gott mataræði. Varist að nota ekki meira en ráðlagður dagskammtur segir til. Geymist við stofuhita og ekki í sólarljósi.
Geymist þar sem börn ná ekki til.
Ábyrgðaraðili: Avita.