Parasidose lúsameðferð 100 ml.

Lúsameðferð sem drepur lús og eyðir nitum í einni meðferð sem tekur einungis 15. min. Efnið í brúsanum hindrar öndun lúsarinnar og kæfir hana innan tímarammans. Má nota fyrir börn frá 3 mánaða aldri, ófrískar konur og konur með börn á brjósti. ÍSLENSKAR LEIÐBEININGAR, HETTA OG KAMBUR FYLGJA

Vörunúmer: 10152591
+
3.253 kr
Vörulýsing

Parasidose lúsameðferðin drepur lús og eyðir nitum í einni meðferð sem einungis tekur 15 mínútur.

Efnið í brúsanum hindrar öndun lúsarinnar og kæfir hana innan tímarammans. Má nota fyrir börn sem eru eldri en 3. mánaða, ófrískar konur og konur með börn á brjósti. Áhersla er lögð á að allir meðlimir fjölskyldunnar séu meðhöndlaðir á sama tíma til að tryggja að ekki verði krosssmit milli meðlima eftir að meðferð á einum lýkur.

Innihald: BIOCOCIDINE, ROTVARNAREFNI, ILMEFNI, HJÁLPAREFNI. Paraben frítt, Phenoxyethanol frítt, ofnæmisprófað

Biococidine hefur þríþætta virkni. Það kæfir lúsina með því að stífla öndunarveg hennar, kemur í veg fyrir að hún geti nærst og því þornar hún upp og að lokum þá leysir efnið upp límið sem festir nitin við hárið. Það gerir það að verkum að þau geta ekki þroskast og drepast því að lokinni meðferð.

Leiðbeiningar:

  1. Berið innihaldið í þurrt hár, eins nálægt rót og hársverði og komist verður. Aðskiljið hár til að ná eins vel niður í hársvörðinn og mögulegt er.
  2. Dreifið jafnt um allan hársvörð og allt hár.
  3. Setjið meðfylgjandi hettu á höfuðið svo allt hár sé inn í hettunni.
  4. Látið efnið virka í að minnsta kosti 15 mínútur.
  5. Fjarlægið hettuna og kembið mjög vel með kambinum í gegnum hárið (frá hársrót og upp). Þetta fjarlægir dauða lús og nit. Hreinsið kambinn með hreinum pappír og/eða skolið á milli stroka til að fjarlægja jöfnum höndum dauða lús og nit.
  6. Þvoið hárið í eitt skipti með Parasidose Lavender sjampói. Forðist að efnið komist í snertingu við augu. Skolið hárið mjög vel á eftir.
  7. Að þessu gerðu er meðferð lokið.

Varnaðarorð: Ekki má neyta efnisins. Forðist að gleypa. Forðist að efnið berist í augu eða nef. Ef efnið berst í augu þá skolið vel með volgu hreinu vatni. Það er mögulegt að einstaklingar geti sýnt ofnæmisviðbrögð við einhverju innihaldsefnanna. Ef ofnæmisviðbrögð gera vart við sig þá skal hætta notkun efnisins og hafa samband við lækni. Geymist við hitastig sem er lægra en 40 gráður á celcius.

Notist ekki eftir síðasta neysludag. Geymið þar sem börn ná ekki til.

Tengdar vörur