Pharmaceris E protection from 1st day of life 75 ml.

100% Mineral filterar. Sólarvörn fyrir andlit og líkama sem hægt er að nota frá fæðingu. Hentar öllum sem hafa viðkvæma húð; ungbörnum, börnum og fullorðnum. Fyrir þá sem þurfa góða vörn og þá sem fá útbrot eða sólarexem í sól. Verndar húðina gegn, sól, vindi og kulda. Hentar þeim sem þola illa hefðbundar sólarvarnir, ilmefni og rotvarnarefni. 

Vörunúmer: 10148954
+
3.032 kr
Vörulýsing

Sólarvörnin inniheldur 100% mineral filtera og veitir mjög góða vörn gegn sólinni og veðri. Mineral filterar endurvarpa sólargeislunum og ver húðina þannig fyrir hættulegum UVA/UVB geislum sem geta valdið skemmdum á DNA húðarinnar. Hún inniheldur samsetningu af Canola olíu, hempolíu og golden algae sem hjálpar til við að styrkja verndarlag húðarinnar gegn utanaðkomandi áreiti. Hún hjálpar einnig húðinni til að endurheimta raka og vinnur gegn þurrki. Sólarvörnin ver húðina gegn ertingu og sólarexemi. Húðin verður mjúk og laus við roða.

Emolient er dregið úr latínu og þýðir að mýkja. Emotopic línan er fyrir þurra og mjög þurra húð. Hana má nota frá fæðingu en hún er einnig ætluð fullorðnum. Öll fjölskyldan getur notað þessar vörur. Þær styrkja ysta lag húðarinnar og veita henni alla þá næringu og raka sem hún þarfnast. Þurr húð flagnar oft og á henni myndast þurrkublettir. Þessi lína er hönnuð til þess að mýkja og sefa húðina og draga úr einkennum barnaexems (e. atopic dermatitis) og fyrirbyggja útbrot. Hún sefar og róar þurra húð þannig að hún verður mjúk og teygjanleg á ný.

Tengdar vörur