Perspi Guard anti bacterial líkamssápa 200 ml.

Nú má vinna bug á óþægilegri líkamslykt!  Perspi-Guard CONTROL er sápa sem ætluð er til húðhreinsunar hjá einstaklingum sem þjást af ofsvitnun. 

Vörunúmer: 10147627
+
2.329 kr
Vörulýsing

Perspi Guard bakteríusápuna skal nota sem meðferð með Perspi Guard Maximum 5 svitastopparanum.  Þessi tvö saman virka sem meðferð við slæmri líkamslykt.

Stöðugur sviti og raki valda því að það myndast bakteríur á húðinni sem venjuleg sturtusápa ræður ekki við.  Sérstök formúla CONTROL sápunnar vinnur á bakteríunni og kemur þannig í veg fyrir slæma líkamslykt sem myndast þegar bakterían brýtur niður svitann.  Þessi tegund vandamáls vegna ofsvitnunar er þekkt sem Bromhidrosis (Ofsvitnun II)

Venjulegar sápur koma einungis í veg fyrir lykt í skamman tíma þar sem þær eru ekki nógu virkar til að ráðast að rótum vandans.  Control bakteríusápan inniheldur meðal annars 0.2% Triclosan sem er mjög virkt og eyðir bakteríunni af húðinni. 

Notkunarleiðbeiningar:
Berið sápuna beint á svæðið þar sem svita- og lyktarvandamálið er.  Nuddið aðeins inn í húðina og skolið svo vel á eftir.  Notist eins lengi og svita- og lyktarvandamál eru til staðar.  Má nota á alla líkamshluta.   Til að tryggja árangur af meðferðinni er best að nota Perspi-Guard MAXIMUM 5 svitastoppara.  Saman vinna þessar tvær vörur bug á vandamálinu.

Notkun

Viðvaranir: Ef vart verður við ertingu á þeim svæðum sem Control sápan var borin á skal hætta notkun strax.  Notist ekki á svæði sem eru með sára eða skaddaða húð.  Farið varlega á líkamssvæðum sem eru nýrökuð.  Einungis til notkunar útvortis.  Forðist að efnið berist í augu.  Geymið þar sem börn ná ekki til.  Geymist við stofuhita, fjarri beinu sólarljósi.  Ef innbyrt, hafið strax samband við lækni og hafið flöskuna með sápunni við hendina.  

Allir aldurshópar geta notað Perspi-Guard Control sápu.  Ekki er frábending vegna aldurs heldur einungis ef húð er slæm / sár.

Innihald

Vatn, Sodium lauryl ether sulfate, Ammonium lauryl sulfate, Cocamidopropyl betaine, Glycerin, Cocamide diethanolamine, Silicone oil, Sodium chloride, Tocopherol, Citric acid, Triclosan, ilmefni.

Tengdar vörur