Audéo Paradise heyrnartækin eru með PRISM örgjörva sem gerir þeim kleift að tengjast allt að 8 bluetooth tækjum, þar af 2 í einu. Fyllilega handfrjáls og með tvíhliða hljóðstreymi þannig að þú heyrir vel í viðmælanda þínum og viðkomandi í þér. Í endurhlaðanlegu útgáfunni er hægt að smella á heyrnartækið sjálft til að svara t.d. símtali eða leggja, ásamt að stjórna hljóðstreymi. (TapControl). Enn sem komið er er einvörðungu hægt að fá CROS tæki í Audéo Paradise línunni (ekki í Lumity).
CROS er lausn fyrir einstaklinga með það mikla heyrnarskerðingu á öðru eyranu að hefðbundin heyrnartæki gagnast ekki, CROS tækið miðlar þá hljóðinu yfir á heyrnartækið sem er staðsett á betra eyranu. Audéo Paradise er með tækni sem Lumity línan byggir á og markaði að vissu leyti straumhvörf þegar kom að tengimöguleikum bluetooth-tækja við heyrnartæki. Phonak heyrnartæki eru aðgengileg bæði fyrir Android og IOS stýrikerfi. Bæði endurhlaðanlegu Paradise UP og rafhlöðu eru samhæf með myPhonak appinu en eingöngu er hægt að fylgjast með og skrá heilsufarsupplýsingar í endurhlaðanlegu útgáfunni í gegnum myPhonak appið.
- Bluetooth tenging
- StereoZoom 1.0
- Náttúrulegur og skýr hljómur