Audéo Sphere Infinio býr að auki yfir allri þeirri nýju tækni sem kemur fram í Infinio línunni. Dæmi: aukinn stöðugleiki í bluetooth, staðsetning heyrnartækja í myPhonak appinu, verulega aukin vatnsheldni, tilbúið fyrir Auracast tækni, ásamt betri frammistöðu sjálfvirkra kerfa og stillingarmöguleikum sem heyrnarfræðingurinn þinn getur nýtt með þínar þarfir í huga.
Þú getur látið DEEPSONIC örgjörvann vera að vinna allan tímann sem þú notar heyrnartækið en hafa verður þá í huga að þegar tvær tölvur heyrnartækisins eru notaðar samtímis þá tæmist rafhlaða tækisins mun hraðar en ella.
Rafhlöðuendingin er um 16 tímar í daglegri notkun (þar af 3 tímar í bluetooth streymi). Með DEEPSONIC örgjörvanum stöðugt í gangi, þá er rafhlöðuendingin 7 klukkustundir. Heyrnarfræðingurinn þinn stillir heyrnartækin þannig að við ákveðnar hljóðaðstæður vinnur DEEPSONIC með þér til að hámarka að þú greinir talað mál frá bakgrunnshávaða. Þannig getur þú í þínu daglega lífi heyrt eins vel og hægt er; á mannamótum, í verslunum, á veitingastöðum en líka notið þess að vera heima í rólegri aðstæðum og heyrnartækin ættu að endast þér allan daginn.
DEEPSONIC hljóðörgjörvinn:
- 22 milljónir hljóðbútar voru notaðir til að þjálfa upp örgjörvann.
- Um 7700 milljónir aðgerða á sekúndu.
- 4.5 milljónir gervigreindartengingar til úrvinnslu á hljóði.
- Frammistaða heyrnartækisins til að greina talað mál í bakgrunnshávaða er einstök og bætir greiningu um 36.7% með DEEPSONIC örgjörvanum.
- 53 sinnum meiri vinnslugeta en almennar gildandi kröfur um heyrnartæki.
Eiginleikar:
- Spheric talgreining, AutoSense OS 6.0, Adaptive Phonak Digital 3.0
- Bluetooth® tengjanleg fyrir síma, tölvur og önnur Bluetooth tæki
- Vatns- og rykþolin húðun (IP68)
- Innbyggð endurhlaðanleg rafhlaða
Phonak Audéo Infinio Sphere fæst í 4 litum:
- Sand Beige (P1)
- Champagne (P5)
- Silver Gray (P6)
- Graphite Gray (P7)
Samhæfður viðbótarbúnaður | Ráðgjöf og kennsla á tæki hjá Lyfju Heyrn:
- RogerDirect: einstakur og fjölhæfur hljóðnemi sem færir hljóð enn nær þér og beint í heyrnartækin, hvort sem er á mannamóti, fundum eða við sjónvarpsáhorf. https://netverslun.lyfja.is/product/phonak-roger-on-in-hljodnemi-champagne
- Phonak TV Connector: sendir hljóð beint í heyrnartækin þannig að þú heyrir í sjónvarpinu án þess að hljóðið sé tekið frá öðrum sem horfa með þér. https://netverslun.lyfja.is/product/tv-connector
- Phonak PartnerMic: léttur og lipur einstaklingshljóðnemi. https://netverslun.lyfja.is/product/phonak-partner-mic
- Phonak RemoteControl: einfaldaðu þér lífið og hækkaðu/lækkaðu í heyrnartækjunum með fjarstýringu. Hentar þeim sem eiga erfitt með að nota takka á heyrnartækjum. https://netverslun.lyfja.is/product/phonak-fjarstyring
Forrit:
- myPhonak (App sem gerir þér kleift að sjá rafhlöðustöðu, finna heyrnartækin*, hækka/lækka og búa til þín eigin hljóðkerfi langi þig til, ásamt fleiri aðgerðum).
Vatnsfráhrindandi eiginleikar:
- IP68 vottun – vatns- og rykþolið, sem gerir tækið ónæmt fyrir stöðugri dýfingu í vatni í 1 metra dýpi í 60 mínútur og fyrir átta tíma í rykklefa í samræmi við alþjóðlega staðalinn IEC 60529.
Hvað færðu við kaup á PHONAK heyrnartækjum hjá Lyfju Heyrn?
- Þjónustu og endurstillingar heyrnartækja hjá löggiltum heyrnarfræðingum
- Auðvelt aðgengi að upplýsingum og þjónustu
- 4 ára ábyrgð á heyrnartækjum
- Möguleiki á fjarþjónustu í myPhonak appinu.
*Eingöngu í boði í Infinio línunni. Ekki eldri kynslóðum Phonak heyrnartækja.