PolyBalm | Tvær túpur, fingur og tær

Polybalm er naglavara sem dregur verulega úr naglaskemmdum í og eftir krabbameinslyfjameðferðir. PolyBalm er einstök vara á heimsvísu, með einkaleyfi fyrir sinni formúlu sem hefur á undanförnum árum hjálpað fjölda einstaklinga. Náttúruleg innihaldsefni sem hafa bólgueyðandi og andoxunareiginleika, bakteríu-og sveppadrepandi eiginleika ásamt því að verkjastilla og veita mikinn raka.

Vörunúmer: 10171389
+
11.998 kr
Vörulýsing

PolyBalm er ný vara á Íslandi en vel þekkt erlendis meðal fólks í krabbameinsmeðferðum. Allir sem þekkja til krabbameinsmeðferða vita þá geta aukaverkanirnar verið margar og oft á tíðum mjög lífsgæðahamlandi. Ein algengasta aukaverkunin, en líklega sú sem fæstir vita af fyrirfram, er naglaskaði. Samkvæmt rannsóknum er talað um að slappleiki og þreyta séu aðal aukaverkun krabbameinsmeðferða, þar á eftir kemur hármissir. Naglaskaði er talinn vera jafn algengur og hármissir en er bæði vangreind og vanmeðhöndluð aukaverkun.

Ábatinn af því að grípa inní og bregðast við getur verið gríðarlegur, en naglaskaðanum getur fylgt mikill sársauki og óþægindi auk þess sem líkurnar á sýkingu geta aukist til muna. Það hefur reynst erfitt að finna lausn sem virkar, einhverjir kannast eflaust við ráðleggingar um vaselín eða annað slíkt. Við bindum miklar vonir við að hér eftir geti einstaklingar í krabbameinsmeðferð dregið úr eða jafnvel komið í veg fyrir naglaskemmdir á meðan að meðferð stendur. PolyBalm er einstök vara á heimsvísu, með einkaleyfi fyrir sinni formúlu sem hefur á undanförnum árum hjálpað fjölda einstaklinga og loksins er þetta fáanlegt á Íslandi.

Tvær túpur eru í pakkanum; ein fyrir fingur og ein fyrir tær. Til að ná sem bestum árangri er mælt með að byrja að nota Polybalm í byrjun meðferðar og upp í 4 vikur eftir að meðferð líkur. Ef meðferð er byrjuð er mælt með því að byrja strax að nota Polybalm til að byrja að endurnýja og koma í veg fyrir frekari skaða. Túpurnar eru með mynd framaná sem sýnir fingur og tær til að sporna við smitum á milli handa og fóta.




Notkun

Berið á húð í kring um neglur og vel á naglabönd á höndum og fótum 3-4x á dag. Endurtakið ef neglur blottna (eftir handþvott).

Tengdar vörur