ColdZyme munnúði gegn kvefi 20 ml.

ColdZyme (áður PreCold) munnúði gegn kvefi.  Myndar verndarhjúp í munnholi og koki sem samanstendur af tveimur þáttum; Glýseról og Trypsin (penzyme) sem saman veita góða vörn. Glýseról myndar verndarhjúp sem fangar veiruna. Trypsín (þorskensím) gerir veiruna óvirka og kemur þannig í veg fyrir sýkingu

Vörunúmer: 10132395
+
4.123 kr
Vörulýsing

Hvernig virkar ColdZyme munnúðinn?
ColdZyme er úðað í kokið þar sem það myndar þunna filmu sem verndar slímhúð koksins gegn veirum úr loftinu. Filman inniheldur virk náttúruleg sjávarensím sem hamla getu veiranna til að bindast við slímhúðina í kokinu og filman dregur þannig úr möguleika veiranna á að valda veikindum. Þannig minnkar ColdZyme líkurnar á að smitast af kvefi og styttir tíma veikindanna ef það er notað frá upphafi kvefeinkenna.

ColdZyme hjúpurinn verndar munnholið og kokið og líkaminn getur losað sig við óvirku veiruna með eðlilegum hætti.

 • Fækkar veirum í hálsi
 • Getur stytt kveftímann um helming
 • Dregur úr einkennum
 • Hefur skjóta verkun
 • Einfalt í notkun
   
Leiðbeiningar um notkun:
 1. Opnið munninn og beinið úðastútnum aftast í kokið
 2. Þrýstið á dæluna og úðið 2svar sinnum (1 skammtur) á tveggja klukkustunda fresti, allt að 6 sinnum á dag
PreCold munnúðinn:
 • Fyrir fullorðna og börn frá 4 ára aldri
 • Hefur staðbundna verkun í hálsi
 • Án sykurs og rotvarnarefna
   
Varúðarráðstafanir:
 • Ekki nota ColdZyme ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna
 • Ekki anda að þér þegar þú notar úðann
 • Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Notkun

Beinið stútnum að kokinu og úðið tvisvar.

Við kvefeinkennum:
Notið PreCold á 2-3 tíma fresti, u.þ.b. sex sinnum á dag. Notist meðan kveftímabilið stendur yfir. Hafið samband við lækni ef kvefeinkenni vara lengur en 10 daga.

Fyrirbyggjandi við kvefi:
Notið tvo úðaskammta þrisvar sinnum á dag, þó ekki lengur en 30 daga í senn.

Haldið meðferð áfram þar til einkenni eru horfin.

Tengdar vörur