Remo-wax eyrnadropar með eyrnabelg 10 ml.

Remo-wax losa um og mýkir upp eyrnamerg. Eyrnabelgur fylgir með í pakkningunni.

Vörunúmer: 431064
+
1.098 kr
Notkun
Remo wax® eyrnadropar sem leysa upp eyrnamerg
 
Ábending
Remo-wax eyrnadropar leysa upp harnaðan eyrnamerg og koma í veg fyrir myndun mergtappa í eyrum.
  • Ekki skal nota Remo wax ef
  • bólga eða eymsli eru í eyra
  • útferð er úr eyra
  • hljóðhimnan er sködduð, sprungin eða ef stungið hefur verið á hana (t.d. sett rör í eyrun)
  • um er að ræða ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna í Remo wax.
 
Sérstakir notendahópar
Ef þú átt erfitt með samhæfingu hreyfinga, átt í erfiðleikum með hreyfingar eða ert skjálfhent/-ur, skaltu biðja einhvern annan um að dreypa Remo wax eyrnadropunum í eyrnagöngin og skola síðan eyrun eins og lýst er í notkunarleiðbeiningunum.
 
Börn
Remo wax má eingöngu nota handa börnum samkvæmt læknisráði. Fylgja skal vandlega þeim leiðbeiningum sem eru gefnar. Til þess að skola eyru barna skal helst leita til læknis eða hjúkrunarfræðings.
 
Notkun heyrnartækja
Ef þú notar heyrnartæki skaltu ekki setja það aftur í eyrað fyrr en eyrað hefur verið skolað og allt vatnið hefur lekið úr eyranu.
 
Hugsanlegar aukaverkanir
Í mjög sjaldgæfum tilfellum hafa komið fram staðbundin ofnæmisviðbrögð í tengslum við notkun Remo wax. Óþægileg tilfinning í eyrnagöngum, erting í húð og tímabundið sundl geta einnig komið fram. Eyrnasuð (tinnitus) getur verið vísbending um harðan eyrnamerg og tímabundið eyrnasuð getur komið fram eftir að eyrað er hreinsað.
 
Hljóðhimnan getur skaddast ef skolunarbelgnum er þrýst of langt inn í eyrnagöngin.
 
Hafðu samband við lækni eða apótek ef þig grunar að Remo wax hafi valdið þér aukaverkunum.
 
Hvernig nota á eyrnardropana og skolunarbelginn
 
Harður eyrnamergur leystur upp með eyrnadropum
  • Hitaðu innihald Remo wax flöskunnar í líkamshita (um það bil 37°C) með því að halda flöskunni í lokuðum lófanum í um það bil tvær mínútur.
  • Hallaðu höfðinu til hliðar eða leggstu á hliðina og dreyptu um 10 20 dropum af Remo wax í eyrað. Togaðu eyrnasnepilinn varlega upp og niður, með snúningshreyfingu, nokkrum sinnum. Setja má lítinn bómullarhnoðra vættann með nokkrum dropum af Remo wax í eyrnagöngin.
  • Láttu Remo wax verka í 20 til 60 mínútur. Ef þess þarf, má skilja lausnina eftir í eyranu yfir nótt.
 
Eftir notkun Remo wax eyrnadropa þarf að skola eyrnagöngin. Til þess að skola eyrun er hægt að nota Remo wax skolunarbelginn eða leita til læknis eða hjúkrunarfræðings. Eyrnaskolun hjá börnum ætti helst að vera í höndum læknis eða hjúkrunarfræðings.
 
Eyrnaskolun með skolunarbelgnum
  • Skola skal skolunarbelginn fyrir hverja notkun.
  • Dragðu upp volgt vatn í skolunarbelginn.
  • Settu endann á skolunarbelgnum varlega nokkra millimetra inn í eyrnagöngin og skolaðu eyrað með því að þrýsta létt og rólega á belginn.
  • Ekki setja endann á skolunarbelgnum djúpt inní eyrnagöngin!
  • Endurtaktu skolunina nokkrum sinnum þangað til vatnið sem lekur úr eyranu er alveg tært.
  • Skolið skolunarbelginn og kreistið allt vatn úr honum eftir hverja notkun. Geymið skolunarbelginn með endann niður.
 
Ef ein meðhöndlun nægir ekki til að leysa upp harða eyrnamerginn, má endurtaka meðhöndlunina með eyrnadropum og eyrnaskolun í þrjá daga í röð, ef þess þarf.
 
ATHUGIÐ! Skolið eyrnagöngin eftir hverja meðhöndlun.
Ef þú þarft að leita til læknis eða hjúkrunarfræðings vegna eyrnaskolunar, skaltu fylgja fyrirmælum þeirra.
 
Eyrnaskolun ætti aldrei að valda sársauka. Ef þú finnur fyrir sársauka, áttu að hætta eyrnaskoluninni og hafa samband við lækni. 
 
Leitið til læknis, hjúkrunarfræðings eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun Remo wax.
 
Innihaldsefni
  • Allantóín, etoxýlerað lanólín, pólýsorbat 80, pólýsorbat 60, fljótandi sorbitól, frúktósasýróp, pólýoxýetýlen sterýl eter, pólýoxýetýlen oleýl eter, lanólínolía, ísóprópýl mýristat, Oryza Sativa (hrísgrjóna) hýðisolía, fenetanól, cetýl alkóhól, bútýlhýdroxýtólúen, sorbínsýra, benzetónklóríð og vatn.
  • Skolunarbelgur: Pólývínýlklóríð (PVC)
 
Geymsla
  • Geymið við lægri hita en 25°C.
  • Geymið Remo Wax eyrnadropa og skolunarbelginn þar sem börn hvorki ná til né sjá.
  • Ekki nota eftir fyrningardagsetninguna sem tilgreind er á umbúðunum.
 
Ábyrgðaraðili: Vistor

Tengdar vörur