Resource Thicken Up Clear er notað sem næringarmeðferð fyrir sjúklinga sem þjást af kyngingartregðu. Bæði börn (eldri en þriggja ára) og fullorðnir geta notað duftið, t.d. ef um er að ræða meðfædda tyggingar- og kyngingarerfiðleika, heilablóðfall, taugasjúkdóma á borð við Parkinson, MS og MND, aðgerðir í munni eða koki og lélegt tannástand. Gefið samkvæmt leiðbeiningum, sjá skammtatöflu á næstu síðu. Glútenlaust. Kosher-vottað. Notist samkvæmt ráðum læknis eða næringarfræðings.
Eiginleikar Resource Thicken Up Clear:
- Tært, hefur ekki áhrif á bragð og lykt. Kekkjalaust.
- Allur vökvi þarf sömu skammtastærð til að ná tilteknum þéttleika.
- Skjótverkandi og með amýlasavörn þ.e. helst eins þykkt og óskað er eftir, alla leið ofaní maga.
GEYMSLA
Loka skal opnuðum umbúðum vel og nota innan tveggja mánaða
NOTKUNARLEIÐBEININGAR OG SKAMMTAR
Notið mæliskeiðina sem fylgir með ofaní dósinni. Setjið fyrst æskilegt magn af dufti í tómt ílát (glas). Bætið svo vökvanum við og hrærið kröftuglega með skeið uns allt hefur verið leyst upp. Æskilegur þéttleiki: Fjöldi skeiða:
1. stig: Fljótandi 100 ml vökvi (vatn, safi,te, kaffi...) 1 skeið
2. stig: Seigfljótandi 100 ml vökvi (vatn, safi, te, kaffi...) 2 skeiðar
3. stig: Hlaup 100 ml vökvi (vatn, safi,te, kaffi...) 3 skeiðar
1 skeið = 1,2 grömm. 1 skeið fylgir með í dósinni
1. Belafsky PC et al. The Effects of Rheology and Type of Thickening Agent on Objective Swallowing
Parameters. USD California. Data on file. 2. Prevalence of dysphagia among community-dwelling
elderly individuals as estimated using a questionnaire for dysphagia screening. Kawashima er al. Dysphagia. 2004; 19(4):266-71 3. Clave et al. Accuracy of the volume-viscosity swallow test for clinical screening of oropharyngeal dysphagia and aspiration. Clin Nutr. 2008; 27(6):806-15