Resource þykkingarduft 125 gr.

Þykkingarduft notað fyrir einstaklinga með kyngingartregðu. 3 stig þykkingar þ.e. 1 skeið fyrir fljótandi, 2 skeiðar fyrir þykkfljótandi og 3 skeiðar fyrir hlaup. Leysist vel upp, helst þykkt uppí munni og í glasi í langan tíma. Hægt að nota í allar gerðir drykkja, súpur, grauta, heitan og kaldan mat. • 1x125g.

Vörunúmer: 10128811
+
1.809 kr
Vörulýsing

Resource Thicken Up Clear er drjúgt þykkingarefni úr dufti sem notað er til að stilla þéttleika matar og drykkja án þess að það hafi áhrif á bragð, lykt og útlit.

Klínískar rannsóknir hafa sýnt að Resource Thicken Up Clear eykur öryggi sjúklinga sem þjást af kyngingartregðu með því að draga úr ásvelgingu.1 Duftið virkar tafarlaust og er mjög drjúgt.

Aðeins þarf að nota helminginn af því dufti sem þarf að nota af mörgum öðrum þykkingarefnum til að ná sama þéttleika. Þéttleikastilling er mikilvægur þáttur í meðhöndlun á tyggingarerfiðleikum og kyngingartregðu sem hrjáir um það bil 14% fólks yfir
50 ára. 2

Algeng vandamál sem fylgja kyngingartregðu sem ekki er meðhöndluð eru vannæring, þurrkur, ásvelging og lungnabólga en þessir kvillar hafa í för með sér aukna dánartíðni.3

Notkun

Resource Thicken Up Clear er notað sem næringarmeðferð fyrir sjúklinga sem þjást af kyngingartregðu. Bæði börn (eldri en þriggja ára) og fullorðnir geta notað duftið, t.d. ef um er að ræða meðfædda tyggingar- og kyngingarerfiðleika, heilablóðfall, taugasjúkdóma á borð við Parkinson, MS og MND, aðgerðir í munni eða koki og lélegt tannástand. Gefið samkvæmt leiðbeiningum, sjá skammtatöflu á næstu síðu. Glútenlaust. Kosher-vottað. Notist samkvæmt ráðum læknis eða næringarfræðings.

Eiginleikar Resource Thicken Up Clear:

  • Tært, hefur ekki áhrif á bragð og lykt. Kekkjalaust.
  • Allur vökvi þarf sömu skammtastærð til að ná tilteknum þéttleika.
  • Skjótverkandi og með amýlasavörn þ.e. helst eins þykkt og óskað er eftir, alla leið ofaní maga.

GEYMSLA
Loka skal opnuðum umbúðum vel og nota innan tveggja mánaða

NOTKUNARLEIÐBEININGAR OG SKAMMTAR
Notið mæliskeiðina sem fylgir með ofaní dósinni. Setjið fyrst æskilegt magn af dufti í tómt ílát (glas). Bætið svo vökvanum við og hrærið kröftuglega með skeið uns allt hefur verið leyst upp. Æskilegur þéttleiki: Fjöldi skeiða:

1. stig: Fljótandi 100 ml vökvi (vatn, safi,te, kaffi...) 1 skeið
2. stig: Seigfljótandi 100 ml vökvi (vatn, safi, te, kaffi...) 2 skeiðar
3. stig: Hlaup 100 ml vökvi (vatn, safi,te, kaffi...) 3 skeiðar
1 skeið = 1,2 grömm. 1 skeið fylgir með í dósinni

1. Belafsky PC et al. The Effects of Rheology and Type of Thickening Agent on Objective Swallowing
Parameters. USD California. Data on file. 2. Prevalence of dysphagia among community-dwelling
elderly individuals as estimated using a questionnaire for dysphagia screening. Kawashima er al. Dysphagia. 2004; 19(4):266-71 3. Clave et al. Accuracy of the volume-viscosity swallow test for clinical screening of oropharyngeal dysphagia and aspiration. Clin Nutr. 2008; 27(6):806-15

Innihald

Maltódextrín, xantangúmmí, kalíumklóríð.

Tengdar vörur