Serenity Choice eyrnatappar Music

Styrkur tónlistar á tónleikum fer oft yfir örugg mörk eða 85 dB, og hávaði yfir þeim mörkum getur valdið skemmd á heyrn s.s. eyrnasuði, hyperacusis eða langvinnu heyrnartapi. Serenity Choice™ dregur úr styrk um 17 dB sem gerir kleift að hlusta á tónlist við 102 dB í allt að 8 klst.

Vörunúmer: 10167710
+
7.900 kr
Vörulýsing

Serenity Choice™ Music er hannað sérstaklega fyrir tónlistarfólk, tónlistarunnendur og áheyrendur tónleika. Sérstakar síur lækka hljóðstyrk sem berst inn í eyrun, jafnt yfir öll tíðnisvið, sem er einkar hentugt fyrir hlustendur þar sem ekkert tapast af upprunalegu hljóði. Hljóðið er einfaldlega lækkað niður í öruggan styrk, sem gerir Serenity Choice™ Music eyrnatappana að bestu, fáanlegu heyrnarvörninni á markaðnum. 

Serenity Choice™ Music hleypir lofti að hlustinni sem dregur úr tilfinningu fyrir hellum (low frequency emphasis) og loftun í hlust auka þægindi notandans. Þó Serenity Choice™ Music sé sérhannað fyrir tónlist má einnig nota eyrnatappana sem heyrnarvörn við aðrar háværar kringumstæður. 

Sérstakir eiginleikar vöru:

  • Tapparnir passa öllum: Small, medium og large tappar fylgja í pakkanum. Extra large stærð er einnig fáanleg (sérpantað).
  • Hreinlæti: Hljóðsíur eru útbúnar með nýjustu „mesh“-tækni. Tryggir að eyru þín eru vel loftræst við notkun, sem eykur þægindi og heilbrigði eyrna.
  • Valda ekki ofnæmi: eyrnatappar eru framleiddir úr s.k. medical grade TPE. Hagkvæmir: Margnota og endast lengi.
  • Eðlileg heyrn: Breyta ekki eðlilegri heyrn svo þú missir ekki af neinu í umhverfi þínu. 

Tengdar vörur