Serenity Choice Plus Swim - sérsniðnir eyrnatappar

Sérsniðna heyrnarverndin frá Serenty hentar þeim sem þurfa t.d. að passa upp á daglega heyrnarvernd í starfi eða einkalífi. Hluti af hlust og ytra eyra er skannað með þrívíddarskanna og kannað er hvaða heyrnarvernd hentar.

Swim / Sund: 5 dB lækkun, einstaklingur heyrir mun betur en með hefðbundnum sundtöppum sem loka fyrir loftun og möguleika hljóðs að komast að hlust.

Einu sérsmíðuðu heyrnarvarnirnar sem ekki er hægt að breyta og skipta síum í eru sund- og svefntappar.

Bókaðu tíma í sérsniðna heyrnarvernd hjá Lyfju Heyrn hér

Vörunúmer: 10167705
29.000 kr
Bóka tíma
Vörulýsing

Einu sérsmíðuðu heyrnarvarnirnar sem ekki er hægt að breyta og skipta síum í eru sund- og svefntappar. Svefntapparnir eru heil skel án síu, og eru þeir úr mjúku sílikoni.  Sundtapparnir eru úr flotefni með síu sem gerir notandanum kleift að heyra betur umhverfishljóð á sama tíma og eyrun eru varin fyrir vatni. Með síunni í sundtappanum verður dempunin ekki eins mikil og með öðrum sundtöppum án síu. Notandinn upplifir mun meira umhverfið á sama tíma og hann er að verndar eyrun fyrir vatni. Sérsmíðaðir sund- eða svefntappar eru líka ódýrari en þeir tappar sem hægt er að breyta síunum í.

Við kaup á sérsmíðaðri heyrnarvernd er mikilvægt að veita upplýsingar um hversu lengi, hversu hátt og hversu oft viðkomandi dvelur í háværum aðstæðum. 

Tannlæknir sem kannski notar daglega háværan bor upplifir ekki hávaðasamt umhverfi öllu jöfnu. En þegar horft er á heildarmyndina þá snýst þetta um allar þær mínútur sem safnast saman yfir daginn, alla dagana og hávaðastigið sem borinn veldur. Við skulum hafa í huga að bílflaut er um 85 dB og tannlæknar vinna með tæki sem eru á bilinu 60-99 dB. Sérsmíðuð heyrnarvernd er sniðin að þörfum hvers og eins og með því að hafa síur sem henta er auðvelt að stjórna hversu mikla dempun heyrnarverndin veitir.

Heyrnartap er óafturkræft. Við þurfum að vernda það sem við eigum.
Sérsmíðuð heyrnarvernd veitir viðkomandi fullvissu um að tapparnir passi og til lengri tíma litið þá er betri ending á sérsmíðuðum töppum. Þessir almennu þurfa að þola meira álag en tappar sem eru smíðaðir sérstaklega fyrir eyrun. Þessir almennu erynatappar verða fyrir meira togi og hnjaski þegar þeir eru settir í og teknir úr eyrum.

Þú tekur eftir umhverfi þínu og heyrir talað mál án þess að eiga á hættu að ofbjóða heyrninni með þeim tónum og hljóðum sem gætu skaðað heyrn þína. Síurnar tryggja að loftun eigi sér stað og að þú getir notað heyrnarverndina lengur og án þess að upplifa hellutilfinningu.

*Síuskipti eiga ekki við um sund- eða svefntappa. 

Með því að eiga sérsmíðaða heyrnarvernd getur þú bætt við síum fyrir: tónlist, skotveiði, mótorsport, vinnu, almenn þægindi og flug.

  • Music / tónlist: Kjörin fyrir þá sem vinna í tónlist eða sækja tónlistarviðburði.
  • Work / vinna: Fyrir einstaklinga sem vinna í háværu umhverfi eða nota hávær verkfæri. Hentar vel í verksmiðjum, á byggingarsvæðum og þess háttar. 
  • Shooting & Hunting / skotveiðar: Dregur úr hávaðatoppum sem geta skapast við skotveiðar. 
  • Motorsports / mótorsport: Vernda fyrir véla- og vegahljóðum. 
  • Fly / flug: Aukin þægindi í flugi. Dempun á hávaða í farþegarými og kemur á betra jafnvægi á loftþrýstingi við flugtak/lendingu. 
  • Comfort / almenn þægindi: Hentar fyrir almenna notkun, t.d. opin skrifstofurými og þá sem vilja einbeita sér án þess að missa sambandið of mikið við umheiminn. Lækkar um 10 dB
  • Sleep / svefn: engin sía til að tryggja aukin þægindi í svefni. Sílikon-tappinn veitir lækkun um 24 dB. Hentar vel fyrir þá sem eiga maka sem hrýtur, og þá sem eiga erfitt með að sofna í nýjum aðstæðum og eru viðkvæmir fyrir mjög truflandi umhverfishljóðum.
  • Swim / Sund: 5 dB lækkun, einstaklingur heyrir mun betur en með hefðbundnum sundtöppum sem loka fyrir loftun og möguleika hljóðs að komast að hlust.