Serenity Choice eyrnatappar Hunting

Serenity Choice™ Hunting & Shooting notast við einstaka hljóðsíu-tækni til að vernda eyru notenda við hámarks hljóðþrýstimörkum vegna skothvella, og sprenginga. Síurnar minnka hljóðáreiti niður í öruggan hljóðstyrk, sem er ólíklegri til að geta valdið langvinnum skaða á heyrninni.

Vörunúmer: 10167709
+
6.900 kr
Vörulýsing

Serenity Choice™ Hunting & Shooting eyrnatappar voru þróaðir fyrir hermenn til að vernda eyru fyrir s.k. „high impulse noise“, og eru með ANSI IPIL vottun upp að 166 dB. 

Ef engir hávaðatoppar eru til staðar dempa tapparnir aðeins lítillega og leyfa þér að heyra bæði tal- og bakgrunnshljóð. 

Tapparnir hleypa lofti inn í eyrað sem minnkar óþægindi í hlustinni og notandinn viðheldur einnig stefnumiðun hljóðs og nemur umhverfishljóð, sem skiptir miklu við veiðar. Smágerðir og þægilegir eyrnatapparnir gera þá að kjör-heyrnarhlífum allan daginn. 

Kostir vörunnar 

  • Tapparnir passa öllum: Small, medium og large eyrnatappar eru í sölupakkningu, Extra large stærð er hægt að panta sérstaklega. 
  • Þrifalegir: Eyrnatapparnir eru útbúnir með sérstakri „mesh“ tækni sem tryggir góða  loftun hlustarinnar við notkun. 
  • Ekki ofnæmisvaldandi: Eyrnatapparnir eru framleiddir úr „medical grade TPE“. 
  • Hagkvæmir: Eyrnatapparnir eru margnota og endast lengi. 
  • Eðlileg heyrn: Þú heldur eðlilegri heyrn svo þú missir ekki af neinu í umhverfi þínu. 

Tengdar vörur