Ultrahuman Ring AIR snjallhringur #3 litir

Snjallhringurinn, Ultrahuman Ring AIR hjálpar þér að bæta svefninn, stjórna orku, endurheimt og alhliða heilsu. Hringurinn er léttur, þunnur og ofnæmisprófaður. Hringurinn fæst í möttum svörtum lit, silfur og í gylltu og kemur í 10 stærðum. 

Finndu þína hringastærð í appinu eða komdu við í Lyfju Smáralind, Smáratorg eða Lágmúla og mátaðu hring.

Vörunúmer: 10168957
+
64.998 kr
Vörulýsing
 • Svefninn. Hringurinn mælir svefngæði, svefnlengd, svefnstig, djúp-, lausa- og REM-svefn. HRV-streituástand líkamans, hvíldarpúls og reglusemi svefns.
 • Orka. Hringurinn stillir líkamsklukku í Ultrahuman-appinu sem hjálpar þér að stilla svefnrútínuna og viðheldur vel stilltri líkamsklukku sem getur stuðlað að aukinni orku og alhliða vellíðan. Konur geta fylgst með tíðahringnum sínum með Ultrahuman hringnum og háttað lífsstíl, æfingaálagi, endurheimt og öðru eftir því á hvaða tímabili þær eru. Hægt er að fylgjast með koffín inntöku til að hámarka orku og tryggja betri svefngæði.
 • Endurheimt. Hringurinn gefur einkunn daglega endurheimt.
 • Hreyfingin. Hringurinn mælir fjölda skrefa yfir daginn. Tekur saman daglega hreyfingu og tíma í kyrrsetu. Hreyfingarstig eru reiknuð út frá tíma undir ákveðinni ákefð. Hringurinn mælir einnig hitaeiningar og brennslu yfir daginn.


Stefna og markmið Ultrahuman er að nýta tækniþróun og persónubundna nálgun til að hjálpa fólki að bæta svefninn sinn, öðlast meiri orku, betri endurheimt og að efla alhliða heilsu.

Nánar um snjallhringinn

 • Vatns- og rykvarinn Hringurinn er vatnsheldur allt að 100 metrum.
 • Allt að 6 daga rafhlaða Hægt er að hlaða hringinn með þráðlausri hleðslu sem tekur 1,5–2 klst. og endist í allt að 6 daga.
 • Þolir hitabreytingar vel Hringurinn er hannaður til að þola allt frá -10°C til 60°C.
 • Léttasti snjallhringurinn Hringurinn vegur 2,4 g og er 11x léttari en hefðbundið snjallúr.
 • Þunnur og sléttur fyrir aukin þægindi.
 • Hringurinn er þynnri og þægilegri en aðrir snjallhringir á markaðnum
 • Ofnæmisprófaður Hægt er að nota hringinn 24/7 án þess að erta húð á fingri. 


Skilareglur:

 • Vinsamlega athugið, áður en hringurinn er opnaður og innsigli rofið er mikilvægt að ganga úr skugga um að rétt stærð hafi verið valin.
 • Hægt er að máta stærðirnar sem eru í boði í verslunum Lyfju Lágmúla, Smáratorgi og í Smáralind en sömuleiðis getur þú fundið þína stærð með því að nota „Ring sizer“ appið sem aðgengilegt er í App Store.
 • Hringnum fæst ekki skilað sé innsiglið rofið.  

 


Tengdar vörur