Woobamboo tannbursti #medium

Vandaðir og góðir náttúruvænir tannburstar úr bambus. Koma í fallegum umbúðum sem eru endurunnar og endurvinnanlegar. Medium: aðeins stífari hár sem hreinsa vel án þess að erta tannholdið.

Vörunúmer: 10150832
+
1.369 kr
Vörulýsing

Woobamboo - gerðu jörðinni greiða og skiptu yfir í bambus tannbursta

Hefur þú spáð í það að allir plasttannburstarnir sem þú hefur notað um ævina eru ennþá til, og verða það alltaf! Segjum að þú verðir 90 ára og skiptir um tannbursta á 3 mánaða fresti alla ævi.

Það eru 4 tannburstar á ári margfaldað með 90. Það eru 360 tannburstar!!

Mannkynið slagar nú orðið í 7.7 milljarða svo tannburstadæmið er RISA stórt. RISA RISA STÓRT! Við þurfum ÖLL að taka ábyrgð á því að minnka plastnotkun.  Að skipta úr plasttannbursta yfir í bambus tannbursta er einfalt skref sem allir geta tekið. Strax í dag.

Woobamboo eru, eins og nafnið bendir til, gerðir úr bambus. Bambus er mögnuð planta sem getur vaxið um heilan meter á dag við réttar aðstæður. Woobamboo eru framleiddir úr bambus sem er ræktaður á sjálfbæran hátt og engar áhyggjur, enginn Pandabjörn missti úr máltíð vegna framleiðslunnar.

Bambus er líka þeim magnaða eiginleika gæddur að vera náttúrulega sýklahamlandi. Hvað þýðir það? Jú, færri bakteríur geta safnast fyrir í burstanum og hreinlætið verður enn betra. Þetta er einmitt ein ástæða þess að bambus er vinsæll efniviður í skurðarbretti og nærföt svo dæmi séu nefnd.

Woobamboo býður uppá tannbursta fyrir börn og fullorðna OG umhverfisvænan tannþráð. Allt er þetta úr náttúrulegum efnivið sem brotnar niður í náttúrunni. Líka umbúðirnar.

Tengdar vörur