Vörur með Niacinamid

Niacinamid er B-vítamín (B3) sem vinnur gegn bólumyndun í húð með því að draga úr fitumyndun og minnkar ásýnd svitahola (e. pores) í húðinni. Niacinamid er einnig andoxunarefni og örvar kollagen framleiðslu húðarinnar og hefur þar af leiðandi fyrirbyggjandi áhrif gegn öldrun húðarinnar. Það er ekki eins ertandi og retinól og henta því oft þeim sem ekki þola retinól.