Purity Herbs
Allar jurtirnar eru handtíndar á réttu þroskastigi og við réttar aðstæður, burt frá mengun og mannabyggð, til að ná sem mestum krafti úr þeim. Einungis sá hluti af jurtinni sem nota á í framleiðsluna er klipptur af og restin af jurtinni fær að vaxa og dafna í friði.
Vörurnar eru unnar úr villtum íslenskum jurtum sem eru þekktar fyrir lækningarmátt sinn. Græðandi áhrif jurtanna eru sannarlega eitt af Undrum náttúrunnar.
Sannfæring Purity Herbs er sú að það sem þú berð á húðina eigi að vera náttúrulegt og það hreint að óhætt sé að borða það – Purity Herbs er einnmitt það.