Apótek Augngel 15 ml

Augngel - rakagefandi gel með hyaluronic sýru,koffín, gúrkuextrakt og þaraextrakt. Án litarefna og parabena.

Vörunúmer: 10163500
+
1.779 kr
Vörulýsing
Augngelið er rakagefandi gel með hyaluronic sýru. Gelið dregur úr þrota á augnsvæðinu og getur minnkað fínar línur. Virku innihaldsefnin í gelinu eru sodium hyaluronate sem er einn öflugasti rakagjafi fyrir húð sem þekktur er í dag. Við notum sérstaka gerð af þessu efni sem hefur virkari áhrif á húðina en venjuleg hyaluronic acid gerir. Koffín dregur úr þrota ásamt því að efnið er talið hafa áhrif á baugamyndun á augnsvæðinu. Gúrkuextrakt hjálpar til við að draga úr þrota. Að lokum er blanda af extröktum og glucosamine HCl sem örvar húðendurnýjun, dregur úr þrota og gefur stinnari húð. Notkunarleiðbeiningar: Bera skal augngelið á í þunnu lagi á augnsvæðið, varast skal að fá vöruna í augun. Sumir finna fyrir kitltilfinningu þegar gelið er borið á sem er eðlilegt þar sem varan inniheldur koffín. 
Innihald

Vatn, própandíól (rakagefandi og mýkjandi, glýseryl stearate sítrat (bindiefni), glýseról (grænmetis based, rakagefandi), hydroxýethýlsellulósi (þykkingarefni), Koffín, gúrkuextrakt, glúkósaamín HCl, þörungaextrakt, gerextrakt, urea (bindur raka í húð), sorbitan oleate (bindiefni), Hýaluronik sýra, Xylityl sesquicaprylate (rotvörn), Caprylyl glycol (rotvörn)

Tengdar vörur