BIOEFFECT ON-THE-GO ESSENTIALS

Allt sem til þarf í einfalda en áhrifaríka húðmeðferð. On-The-Go settið inniheldur fimm BIOEFFECT lúxusprufur sem sjá til þess að húðin sé hrein, heilbrigð og vel nærð. Vörurnar koma í fallegri og handhægri snyrtitösku sem er fullkomin í ferðalagið.

Vörunúmer: 10166593
+
7.990 kr
Vörulýsing
  • EGF Serum (5 ml): Margverðlaunuðu EGF húðdroparnir okkar draga úr ásýnd fínna lína, auka þéttleika og teygjanleika og bæta rakastig. Innihalda aðeins 7 hrein efni.
  • EGF Essence (15 ml): Létt og nærandi andlitsvatn sem heldur húðinni mjúkri, heilbrigðri og vel nærðri. Undirbýr húðina fyrir serum og rakakrem og greiðir fyrir upptöku og virkni EGF.
  • Hydrating Cream (7 ml): Olíu- og ilmefnalaust rakakrem úr hreinu, íslensku vatni. Skilur við húðina slétta, mjúka og ljómandi.
  • Volcanic Exfoliator (10 ml): Djúphreinsandi en mildur andlitsskrúbbur sem inniheldur örfínar hraunagnir og fínmalaðan apríkósukjarna. Fjarlægir dauðar húðfrumur og óhreinindi af ysta lagi húðarinnar.
  • Micellar Cleansing Water (30 ml): Milt en áhrifaríkt hreinsivatn úr íslensku vatni og rakagjöfum úr plönturíkinu. Hreinsar farða og óhreinindi án þess að erta húðina.
Notkun

Micellar Cleansing Water: Vætið bómullarskífu og strjúkið mjúklega yfir andlit, háls og augnsvæði þangað til öll óhreinindi hafa verið fjarlægð af húðinni.

Volcanic Exfoliator: Berið lítið magn af skrúbbinum á hreina og raka húð. Nuddið mjúklega og forðist snertingu við augu. Skolið vel. Notið 1-2 í viku eða eftir þörfum.

EGF Essence: Berið á hreina og þurra húð. Hellið 2-4 skvettum af EGF Essence í lófann og þrýstið mjúklega inn í húðina á andliti og hálsi.

EGF Serum: Berið 2-4 dropa á andlit, háls og bringu, tvisvar á dag. Berið á að morgni og bíðið í 3-5 mínútur áður en aðrar vörur á borð við rakakrem, sólarvörn eða farða eru settar á húðina.

Hydrating Cream: Berið á andlit, háls og bringu. Nuddið upp á við með mjúkum strokum. Kremið má nota eitt og sér eða ásamt öðrum vörum frá BIOEFFECT til að auka næringu, raka og virkni enn frekar.

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu

Innihald

EGF — Rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. BIOEFFECT EGF úr byggi örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.

Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.

Glýserín — Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.

Íslenskt vatn — Við notum hreint, íslenskt vatn, sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög, í allar okkar vörur. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.

E-vítamín — Andoxunarefni sem fyrirfinnst náttúrulega í húð. Verndar hana fyrir umhverfisáhrifum og skaðlegum áhrifum sindurefna auk þess að jafna áferð og húðlit.

Mísellur — Blanda af svokölluðum yfirborðsvirkum hreinsiefnum (e. surfuctant-active agents) sem virka eins og segull á olíur og áhreinindi, án þess að fjarlægja náttúrulegar olíur af yfirborði húðarinnar.

Hraunagnir — Agnir úr Hekluhrauni sem skrúbba og fjarlægja dauðar húðfrumur og óhreinindi af húðinni.

Fínmalaður apríkósukjarni — Skrúbbar og fjarlægir dauðar húðfrumur og óhreinindi af húðinni. Er einnig rakagefandi þar sem apríkósukjarni er ríkur af fitusýrum, vítamínum og steinefnum.

Sólblómaolía — Rík af línólsýru; fitusýru sem viðheldur heilbrigðu rakastigi og kemur í veg fyrir rakalosun frá húðinni.

Taskan er úr endurvinnanlegu plasti.

Tengdar vörur