FORA Diamond blóðþrýstingsmælir CUFF BP þráðlaus

Einfaldur og sjálfvirkur blóðþrýstingsmælir. Mælir blóðþrýsting, púls og hjartsláttaróreglu. Venjuleg mæling og meðaltal af þremur mælingum (AVG). Aðgerð með einum hnapp. Slöngulaus hönnun. Heldur utan um sögu á 200 síðustu mælingum. Heldur utan um 4 notendur. Sendir mælingar í app sem hægt er að setja í farsímann. Bluetooth-tenging. Ókeypis forrit sem heldur utan um mælingar. Cuff 24-43 cm.
Vörunúmer: 10142424
+
17.479 kr
Vörulýsing

Að mæla og skrá blóðþrýsting heima hjálpar sjúklingum og læknum að fylgjast með breytingum á blóðþrýstingi.  Rannsóknir hafa sýnt að ekki er nægilegt að taka einu sinni blóðþrýsting á læknastofu. Heimamælingar á blóðþrýstingi til viðbótar mælingum á læknastofu gerir læknum kleift að meta betur blóðþrýsting sjúklings og svörun hans við lyfjum.  Evrópska háþrýsings félagið (ESH) eða “European Society of Hypertension” hefur gefið út leiðbeiningar um háþrýsting þar sem mælt er með mælingum á blóðþrýstingi bæði á heimilinu og á læknastofu til að fá nákvæma greiningu.  Fora Diamond Cuff blóðþrýstingsmælirinn er með klíníska vottun í samræmi við alþjóðlegar siðareglur frá Evrópska háþrýsings félaginu (ESH-IP2), sem sýna fram á mestu nákvæmni og áreiðanleika á blóðþrýstingis niðurstöðum bæði fyrir heilbrigðisstafsmenn og til sjálfsmælinga heima.  

Fora blóðþrýstingsmælarnir koma með háþróaðri IRB (Irregular Rapid Beat) og AVG (Automated Average) tækni sem gefa einfaldar og nákvæmar mælingar, og eru því hannaðir bæði fyrir heilbrigðisstarfsmenn og til heimilisnota.  Hin nýstárlega IRB-tækni er fær um að greina hjartsláttaróreglu með mikilli nákvæmni. Það gerir notendum viðvart um óvenjulega toppa, mynstur og þróun á hjartsláttartruflunum og virkar sem viðvörunarmerki fyrir notendur um að fara til læknis til að fá nákvæma eftirfylgni.   AVG er sjálfvirk tækni sem gefur meðaltalsgildi blóðþrýsings, þar sem meðaltal er tekið af þremur mælingum sem eru framkvæmdar innan 3ja mínútna.

Tengdar vörur