Covid19 sjálfspróf Flowflex 1 stk.

Sjálfspróf geta verið hluti af lausninni til að halda samfélaginu okkar gangandi á tímum Covid19 en prófin eru tilvalin áður en þú ferð á mannamót eða ef þú ert í samskiptum við einstaklinga í áhættuhópi. Það COVID19 próf sem fæst til sölu hjá Lyfju eru CE merkt* sjálfspróf sem byggt er á stroku úr nefholi. Það er öruggt og einfalt í notkun og því fylgir ítarlegar leiðbeiningar. Prófið uppfyllir öll nauðsynleg skilyrði svo megi selja það hér á landi. Horfðu á kennslumyndband hér að neðan.

Vörunúmer: 10163675
+
629 kr
Vörulýsing

Til að tryggja sem nákvæmasta niðurstöðu skiptir máli að þú kynnir þér vel notkunarleiðbeiningar sem fylgja sjálfsprófinu. 

Gott er að hafa eftirfarandi atriði í huga þegar sjálfsprófið er tekið:

  • Þvoðu hendurnar vel
  • Snýttu þér áður en prófið er tekið
  • Lestu leiðbeiningarnar sem fylgja vel
  • Gríptu þér lesefni og slakaðu á, niðurstöður koma eftir 15-30 mínútur


Við bendum þér á netspjall Lyfju  eða í Lyfju appinu vanti þig frekari upplýsingar, enn fremur getur þú fengið ráðgjöf hjá hjúkrunarfræðingum Lyfju í Lágmúla og á Smáratorgi án þess að panta tíma frá kl. 8-15:30 alla virka daga.

*CE-merking er skilyrði fyrir markaðssetningu tiltekinna vara á Evrópska efnahagssvæðinu. Merkið er auðkennismerking sem gefur til kynna að framleiðandi, innflytjandi eða dreifingaraðili vöru ábyrgist að hún uppfylli þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kveða á um.

SPURNINGAR & SVÖR
Af hverju eru þessi próf núna fyrst til sölu?

Við höfum beðið svara frá heilbrigðisráðuneytinu hvort heimilt sé að selja hraðpróf í apótekum. 

Hvað á fólk að gera ef það mælist jákvæð niðurstaða?
Mikilvægt er að hafa samband við Heilsugæsluna í gegnum Heilsuvera.is og panta tíma í PCR próf ef niðurstaða hraðprófs mælist jákvæð.

Eru þetta sömu próf og eru til sölu apótekum í öðrum löndum?
Já þau eru seld víðsvegar í Evrópu, td. í Svíþjóð.

Getur verið að fólk sé með COVID19 en prófin mæli það ekki?
Já, það getur gerst. Gæðaviðmiðin sem horfa þarf til við mat á nákvæmni prófanna eru næmni (sensitivity) og sértæki (specificity).

Mun smitað fólk fara í apótek Lyfju?
Prófin eru ekki hugsuð fyrir þá sem eru með einkenni. Hafir þú einkenni bendum við þér á að panta tíma í gegnum Heilsuvera.is í PCR próf. 

Er ekki miklu öruggara að fólk fari í próf hjá Heilsugæslunni?
PCR próf eru nákvæmari en hraðpróf, en Heilsugæslan býður upp á báða valkosti.

Mun smitrakning eyðileggjast með tilkomu prófanna?
Við treystum fólki til þess að nota þessi próf einungis ef það er einkennalaust, tilgangur þeirra er eingöngu að draga úr líkunum á smitum. Einstaklingar með einkenni eiga samkvæmt ráðleggingum sóttvarnarlæknis að bóka tíma í PCR próf hjá Heilsuvera.is. 

Eru prófin örugg?
Já samkvæmt viðmiðum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 

Sýnir prófið mótefnamælingu eða bara hvort ég sé með COVID19 núna?
Prófið mælir einungis hvort þú sért með COVID19 núna. 

Get ég framvísað niðurstöðu úr hraðprófinu til að ferðast?
Til að ferðast þarf vottorð sem gefið er út af rannsóknarstofu en slík vottorð fylgja ekki hraðprófunum. 

Virkar sjálfsprófið ef ég er bólusett/ur?
Já, sjálfsprófið virkar bæði fyrir bólusetta sem óbólusetta. 

Hversu hratt kemur niðurstaðan úr prófinu?
Það tekur um það bil 15-30 mínútur að fá niðurstöður.

Er erfitt að taka prófið?
Einfalt er að taka prófið og því fylgja góðar leiðbeiningar, það má líka fá ráðgjöf hjá sérfræðingum Lyfju í gegnum netspjall Lyfju eða hitta hjúkrunarfræðinga í Lyfju Lágmúla og Smáratorgi, til að fá ráðgjöf alla virka daga frá kl. 8-15:30.

Af hverju á fólk með einkenni ekki að nota prófið?
Við fylgjum fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda sem mæla með því að sért þú með einkenni pantir þú þér PCR próf hjá Heilsuvera.is þar sem þau eru nákvæmari en hraðpróf.

ATH: Ekki er ætlast til þess að prófin séu notuð ef þú ert með einkenni. Þeim sem hafa einkenni er bent á að fylgja fyrirmælum sóttvarnarlæknis.

Tengdar vörur