BIOEFFECT EGF Face & Hand Rejuvenation gjafaaaskja

EGF Face & Hand Rejuvenation gjafasettið inniheldur okkar vinsælu EGF Serum húðdropa og EGF Hand Serum. Öflugar og virkar húðvörur sem hægja á öldrun húðar og veita ótvíræðan árangur. Okkar byltingarkennda og margverðlaunaða EGF Serum er sérstaklega þróað til að fyrirbyggja og vinna á öldrun húðar, auka rakabindingu og skilur við húðina þétta og slétta. EGF Hand Serum hjálpar til við að næra þurrar og sprungnar hendur, efla ysta varnarlag húðarinnar og draga úr ásýnd litabreytinga.

Vörunúmer: 10170581
+
15.990 kr
Vörulýsing


Eiginleikar og áhrif
EGF Face & Hand Rejuvenation gjafasettið inniheldur okkar vinsæla EGF Serum og EGF Hand Serum, bæði öflug vaxtarþátta-serum sem vinna gegn sýnilegum merkjum öldrunar.

EGF Serum eru margverðlaunaðir og byltingarkenndir húðdropar sem eru framleiddir með aðferðum plöntulíftækni. EGF Serum inniheldur aðeins 7 hrein og áhrifarík efni sem fyrirbyggja og vinna á ótímabærum öldrunarmerkjum húðarinnar. Lykilinnihaldsefnið er BIOEFFECT EGF vaxtarþáttur (Epidermal Growth Factor) sem við framleiðum úr byggi; endurnærandi og rakabindandi boðskiptaprótín sem örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.

EGF Hand Serum nærir og mýkir þurrar og þreyttar hendur og skilur við þær silkimjúkar eftir hverja notkun. Þessi öfluga formúla var sérstaklega þróuð til að efla ysta varnarlag húðarinnar og sjá húðinni fyrir umsvifalausum en langvarandi raka.

  • Hentar öllum húðgerðum
  • Án olíu, ilmefna, alkóhóls og glútens
  • Prófað af húðlæknum


Gjafasettið inniheldur:

EGF Serum

  • Eykur og viðheldur raka í húðinni
  • Þéttir og sléttir húðina
  • Aðeins 7 innihaldsefni
  • Prófað af húðlæknum
  • Stærð: 15ml

EGF Hand Serum

  • Eykur raka og eflir rakabindingu
  • Dregur úr ásýnd litabreytinga
  • Gerir húðina þéttari og sléttari ásýndar
  • Hentar viðkvæmri húð
  • Prófað af húðlæknum
  • Stærð: 40ml / 1.35 fl.oz.
Notkun

EGF Serum: Berðu 2-4 dropa á andlit, háls og bringu með mjúkum hringhreyfingum upp á við. Bíddu í 3-5 mínútur áður en aðrar vörur á borð við farða, sólarvörn eða krem eru bornar á húðina. Notist kvölds og morgna, eitt og sér eða með öðrum BIOEFFECT vörum til að ná hámarksárangri.

EGF Hand Serum: Nuddaðu mjúklega á handarbök og í lófa þar til formúlan hefur gengið inn í húðina. Notist eins oft og þörf er á, sérstaklega eftir handþvott. Berðu ríkulega á hendurnar á kvöldin til að leyfa innihaldsefnunum að ná hámarksvirkni yfir nóttina

Innihald

BIOEFFECT EGF: Hjálpar til við að örva náttúrulega kollagenframleiðslu og minnkar því sýnilega fínar línur og hrukkur og þéttir og sléttir húðina. EGF er lykilinnihaldsefni í baráttunni gegn öldrun húðar þar sem það er rakabindandi og endurnærandi vaxtarþáttur.

  • Hýalúronsýra: Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.
  • Glýserín: Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.
  • Níasínamíð: Einnig þekkt sem B3 vítamín. Bætir áferð, jafnar húðlit og eykur ljóma auk þess að lágmarka ásýnd fínna lína. Stuðlar að sterkara varnarlagi húðar.
  • Seramíð: Veitir djúpan raka og kemur jafnvægi á rakastig. Eflir auk þess virkni ysta varnarlags húðarinnar og hefur því verndandi áhrif gegn skaðlegum utanaðkomandi áhrifum, svo sem af völdum veðurs eða mengunar.
  • Íslenskt vatn: Hreint, íslenskt vatn sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.


Innihaldsefnalisti:

EGF SERUM: GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

EGF HAND SERUM: WATER (AQUA), DIGLYCERIN, ISOPENTYLDIOL, NIACINAMIDE, PHENOXYETHANOL, GLYCERIN, CARBOMER, BUTYLENE GLYCOL, GLYCOSPHINGOLIPIDS, SODIUM HYALURONATE, SODIUM HYDROXIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu

Tengdar vörur