Eiginleikar og áhrif
EGF Face & Hand Rejuvenation gjafasettið inniheldur okkar vinsæla EGF Serum og EGF Hand Serum, bæði öflug vaxtarþátta-serum sem vinna gegn sýnilegum merkjum öldrunar.
EGF Serum eru margverðlaunaðir og byltingarkenndir húðdropar sem eru framleiddir með aðferðum plöntulíftækni. EGF Serum inniheldur aðeins 7 hrein og áhrifarík efni sem fyrirbyggja og vinna á ótímabærum öldrunarmerkjum húðarinnar. Lykilinnihaldsefnið er BIOEFFECT EGF vaxtarþáttur (Epidermal Growth Factor) sem við framleiðum úr byggi; endurnærandi og rakabindandi boðskiptaprótín sem örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.
EGF Hand Serum nærir og mýkir þurrar og þreyttar hendur og skilur við þær silkimjúkar eftir hverja notkun. Þessi öfluga formúla var sérstaklega þróuð til að efla ysta varnarlag húðarinnar og sjá húðinni fyrir umsvifalausum en langvarandi raka.
- Hentar öllum húðgerðum
- Án olíu, ilmefna, alkóhóls og glútens
- Prófað af húðlæknum
Gjafasettið inniheldur:
EGF Serum
- Eykur og viðheldur raka í húðinni
- Þéttir og sléttir húðina
- Aðeins 7 innihaldsefni
- Prófað af húðlæknum
- Stærð: 15ml
EGF Hand Serum
- Eykur raka og eflir rakabindingu
- Dregur úr ásýnd litabreytinga
- Gerir húðina þéttari og sléttari ásýndar
- Hentar viðkvæmri húð
- Prófað af húðlæknum
- Stærð: 40ml / 1.35 fl.oz.