Niðurgangur er algengt vandamál, sérstaklega hjá börnum. Við niðurgang missir líkaminn mjög hratt vökva og electrolíta sem eru honum lífsnauðsynlegir til þess að geta starfað.
Til að koma á eðlilegri starfsemi í líkamanum er grunnmeðferð við niðurgangi að koma á vökvajafnvægi. Þetta á sérstaklega við hjá börnum.
Kostir bragðbættra ElectroRice electrolíta ORS hrísgrjónalausnar eru eftirfarandi:
- Hrísgrjónalausnin dregur úr niðurgangi og hægir á vökvatapi.
- Sterkjugrunnurinn (í stað glúkósu) hefur þau áhrif að það verður hæg losun á glukósumólikúlum. Lág osmósuþéttni (140 mosm/L) eykur upptöku á natríum, glúkósu og vatni.
- Bragðgóð lausn er lykillinn að því að barn fáist til að drekka hana.
- Lausnin er einnig næring.
- Þægilegt pakkað í hæfilega skammta.