Eyebag augnhvílan grjónapúði

Augnhvílan virkar vel gegn hvarmabólgu og þurrum augum sem eru gífurlega algeng vandamál á Íslandi. Einkennin eru t.d. bólgur í hvörmum, roði, þroti, sviði, kláði, aðskotahlutstilfinning, óskýr sjón, þreyta í augum og táraflæði, oftast vegna vanstarfsemi í fitukirlum.

Vörunúmer: 10132271
+
4.349 kr
Vörulýsing

Augnhvílan er sérhönnuð til að hita í örbylgjuofni og leggja á augnsvæðið til að örva og virkja starfsemi fitukirtla fyrir bætta augnheilsu.

Augnhvílan er margnota hitapoki sem fylltur er með hörfræjum og hitaður í örbylgjuofni í ca 30 – 40 sek (fer eftir styrkleika örbylgjuofnsins).

Hitameðferðin getur dregið úr einkennum sem eru tengd augnþurrki og hvarmabólgu:
Erting í augum – Rauð augu – Þrota í kringum augun – Aðskotahlutstilfining – sviði í augum – þreyta í augum – óskýr sjón – útferð í augum.

Einnig er gott að slaka á með augnhvílunni ef þú þjáist af höfuðverk eða bara þreytu og/eða þrota í augum Ef augnhvílan er notuð tvisvar á dag með reglulegu millibili hefur hún jafnan jákvæð áhrif á eftirfarandi: Hvamabólgu (blepharitis – Vanstarfsemi í fitukirtlum – Augnþurrk – Vogris – Augnhvamablöðrur – Rósroða í hvörmum/augnlokum.


Notkun

The EyeBag® err úr silki og bómul. Hægt er að hita hana aftur og aftur í allt að 200 sinnum í örbylgjuofni. Augnhvílan er hituð í 30-40 sekúndur á fullum krafti og helst heit í ca. 10 mínútur.

Tengdar vörur