Við þurfum sterk bein alla ævi því við stöndum og föllum með því. Það er alltaf nauðsynlegt að huga að beinunum því fáir sjúkdómar skerða lífsgæði eins mikið og beinþynning. Bein eru stöðugt að eyðast og myndast og til 30 – 35 ára aldur er jafnvægi á því. Eftir það fara beineyðandi frumur að hafa betur og vegna hormónabreytinganna (45 – 60 ára) eykst hraði beineyðingar töluvert hjá sumum einstaklingum. Til að vinna að þessu jafnvægi alla ævi á eðlilegan hátt þarf að stuðla að kalkmyndun með góðri næringu og hæfilega áreynslu.
Stronger Bones inniheldur uppbyggjandi næringarefni með margra ára rannsóknir að baki sem sýna fram á virkni fyrir beinauppbyggingu. Það hefur áhrif á styrkingu bandvefs og verndun beina fyrst og fremst ásamt því að húð, liðir, neglur og meltingin njóta góðs af. Við vöndum til verka og sækjum í sjálfbærar auðlindir úr sjó og landi. Við notum hreina, íslenska náttúruafurð og náttúruleg og hrein hráefni sem ekki eru erfðabreytt, til að stuðla að sterkari beinum, því með því að huga að beinunum stöndum við sterkari.
Stronger Bones hefur einnig reynst vel fyrir meltinguna og hér er grein um meltinguna.
Stronger Bones frá Eylíf inniheldur níutíu tuggutöflur í glasi. Best er að tyggja þrjár á dag með mat til að styrkja bandvef og viðhalda sterkum beinum, alla ævi.
- Styrkir bandvef og verndar beinin (Kalkþörungar, GeoSilica, C & D3 vítamín, Kalsíum, Magnesíum, Sink & Mangan)
- Fyrir varnir líkamans (Magnesíum, Mangan, Sink, D3 & C vítamín)
- Fyrir liðina (Kalkþörungar)
- Fyrir meltinguna (Kalkþörungar & Magnesíum)
- Nærandi fyrir húðina og hárið (Kalkþörungar & GeoSilica)
- 74 stein- og snefilefni frá náttúrunni (Kalkþörungar)
- Góð vítamín og steinefnaviðbót (Kalkþörungar, C- & D3 vítamín, Mangan og Sink)
- C vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi beina, brjósk og æðastarfsemi
- C vítamín stuðlar að því að draga úr þreytu og lúa
- D vítamín stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og viðhaldi eðlilegrar vöðvastarfssemi
- Kalsíum er nauðsynlegt fyrir viðhald eðlilegra beina og tanna
- Kalsíum stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins og að eðlilegri vöðvastarfsemi
- Magnesíum stuðlar að því að draga úr þreytu og lúa
- Magnesíum stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins og að eðlilegri vöðvastarfsemi
- Magnesíum stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og tanna
- Sink stuðlar að viðhaldi eðlilegs hárs, nagla, húðar og beina og að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins
- Tuggutöflur, tyggið 3 töflur á dag, má dreifa inntöku yfir daginn
- Inniheldur engar dýraafurðir
- Laktósafrítt
- Inniheldur 90 tuggutöflur í glasi, sem er mánaðarskammtur.
Ábyrgðaraðili: Eylíf ehf.